Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Page 41
RANNSÓKNIN
„Stórkostleg veiði,“ sagði hann og klippti sundur orðin. „Það er Henri
Alleg, fyrrverandi ritstjóri við Alger Républicain“. Og þvínæst beindi hann
umsvifalaust máli sínu til mín:
„Hjá hverjum búið þér?“
„Það segi ég yður ekki.“
Hann brosti og yppti öxlum, þvínæst sagði hann, mjög sjálfsöruggur: „Við
höldum yfir yður dálitla yfirheyrslu rétt bráðum og hún verður nóg fyrir yð-
ur. Þér skuluð svara, ég lofa yður því. Handjárnið hann.“
Fallhlífarhermaðurinn leiddi mig niður þrjár hæðirnar og út á götu. Bifreið
undirforingjans beið okkar hinumegin við götuna. Ég var látinn setjast afturí.
Fallhlífarhermaðurinn sat við hlið mér. Hlaupið á vélbyssu hans snerti síðu
mína: „Það er góð hrúga í þessari, ef þér ætlið eitthvað að derra yður.“
Við ókum upp í borgina, þangað sem hæst ber. Eftir stuttan stanz fyrir
framan hús nokkurt, sem Cha.. . fór einn inn í, héldum við áfram hærra í átt-
ina að Chateauneuf, eftir Clemenceaubólvarði. Að lokum nam bifreiðin staðar
handan við torgið hjá El-Biar, fyrir framan stórbyggingu i smíðum.
Ég fór um húsagarð, þar sem fullt var af jeppum og herbílum, og kom að
innganginum í ófullbyggða húsið. Ég fór upp stigann: Cha... var á undan
mér, fallhlífarhermaðurinn á eftir. Steypustyrktarjárn gægðust hér og þar út
úr veggjum. Það var ekkert handrið á stiganum. Niður úr gráu loftinu löfðu
rafmagnsþræðir, sem komið hafði verið fyrir í fljótheitum.
Allsstaðar á leiðinni var sífelldur straumur fallhlífarhermanna, sumir á leið
upp, aðrir á leið niður. Þeir hröktu á undan sér múhameðstrúarmenn, tötrum
klædda fanga með margra daga skegg á vöngum. Var þarna mikið stígvéla-
hark, hlátrasköll, grófyrði og svívirðingar. Ég var í „skipulagsstöðinni í undir-
deild Bouzaréah". Ég átti fljótt eftir að kynnast því hvernig þessu „skipulagi“
var háttað.
Ég fór á eftir Cha. . . inn í stórt herbergi á þriðju eða fjórðu hæð: dagstof-
una í þessari tilvonandi íbúð. Nokkur borð, sem hægt var að fella saman, á
veggjum undnar myndir af eftirlýstum mönnum, bráðabirgðasími: þetta voru
allir innanstokksmunirnir. Við gluggann stóð undirforingi. Ég komst fljótlega
að því að hann hét Ir.. . Hann var mikill vexti eins og björn, líkaminn alltof
stór fyrir þetta litla andlit, augun eins og í barni sem hefur ekki strokið burt
stírurnar, of stór fyrir þessa mjóu og hvellu rödd, sem kom úr munni hans, en
hann var sleikjulegur í máli og smámæltur eins og illa innrættur kórdrengur.
„Við ætlum að gefa yður tækifæri,“ sagði Cha..., og sneri sér að mér. „Hér
er pappír og blýantur. Þér segið okkur hvar þér eigið heima, hver hefur hýst
279