Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Side 30
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
mönnum að máli í einu og öllu. Með
því að binda sig í fjandskap við tvö
mikil stórveldi, Ráðstjórnarríkin og
Kína, átti Japan á hættu að verða
styrjaldarvettvangur hvenær sem
bandarískum valdhöfum þóknaðist.
Um þær mundir sem friðurinn í
San Francisco var saminn var at-
vinnulíf Japana leyst úr flestum þeim
fjötrum, sem afnám hergagnaiðnaðar
og annars þungaiðnaðar hafði lagt á
það í stríðslokin. Auðhringarnir risu
upp aftur margefldir; iðnaðurinn
þaut upp svo furðu sætti; bandarískt
fjármagn rann inn í landið. Gróða-
möguleikarnir voru miklir, því vinnu-
laun eru lægri í Japan en víðast hvar
annars staðar, en þar eru hinir ágæt-
ustu iðnaðarmenn. Fjöldi verka-
manna hefur vaxið mjög á síðustu
árum. Verkalýðshreyfingunni hefur
því vaxið fiskur um hrygg, en hún er
meginstoð sósíalista, sem þegar hafa
all-mikið fylgi í þinginu. Um fylgi
kommúnista er erfitt að segja, því að
opinber starfsemi þeirra hefur síðan
í Kóreustríðinu meira eða minna ver-
ið hindruð með ofheldi. Það er því
erfitt að fá áreiðanlega vitneskju um
fylgi þeirra. Mestur hluti stúdenta,
kennara og annarra menntamanna er
róttækur og hefur mikla andúð á
yfirráðum Bandaríkjamanna í land-
inu.
Hin sívaxandi andúð gegn varnar-
og öryggissáttmálanum knúði stjórn-
málamenn í Bandaríkjunum og vini
þeirra í Japan til að leita sér ráðs til
að lægja öldurnar. Var það ráð tekið
að afnema hinn óvinsæla sáttmála og
setja annan í staðinn. Nobusuke
Kishi, er varð forsætisráðherra í Jap-
an árið 1957, var þegar áður en hann
kom til valda farinn að tala um það
opinherlega, að nú ætti að renna upp
nýtt tímahil jafnréttis milli Banda-
ríkjanna og Japans. Tíu dögum áður
en Kishi myndaði stjórn sína varð
Douglas Mac-Arthur, náfrændi Mac
Arthurs hershöfðingja, sendiherra
Bandaríkjanna í Tokyo. Átti hann að
vera boðberi fullra sátta milli þjóðar
sinnar og Japana. Nokkru síðar fór
Kishi í heimsókn til Eisenhowers;
lýstu þeir samstöðu gegn hinum al-
þjóðlega kommúnisma svo og því að
sambúð ríkja þeirra skyldi byggjast á
jafnrétti. Nefnd var skipuð til þess að
endurskoða varnar- og öryggissátt-
málann frá 1951. Báðir lýstu þeir yf-
ir því, að sáttmálinn hefði aðeins ver-
ið gerður til bráðabirgða. Eisenhow-
er fagnaði því áformi japönsku
stjórnarinnar að efla landvarnir og
sagði að setuliði Bandaríkjanna þar
yrði fækkað i sama hlutfalli og varnir
Japana efldust; um Ryukyueyjar og
Bonineyjar stæði allt við sama meðan
stríðshætta væri, en þeirra eyja kröfð.
ust Japanar. Þrátt fyrir mótstöðu her-
málaráðuneytis Bandaríkjanna var
setuliðinu í Japan fækkað mjög.
Með þessum aðgerðum vonaði
Kishi-stjórnin að geta aukið fylgi sitt
268