Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Page 80

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1960, Page 80
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR nytjuhjal um fegurðina þeir menn. Og þeiri undirstrikuðu þessa höfuð- reglu sína á allan máta. Bækur sínar prentuðu þeir á afleitan pappír og bundu þær inn í auvirðilegt betrekk. Þeir voru kjaftforir með afbrigðum, og höfðu sérstaklega gaman af því að mölva niður gamlar og rómantískar sýnir. Krútsjonikh lýsir svo fornvini elskendanna, tunglinu: „Uldinn máni skríður eins og lús.“ Sá hinn sami nefndi bækling sinn AndahreiSur klámyrSa. Ljóð fútúristanna voru fullkomin andstæða hinna hljóm- fögru, fáguðu symbólisku ljóða. „Af hverri ljóðlínu okkar stendur gustur hlakkandi ögrunar og beiskju sigur- vegarans,“ segir Krútsjonikh. Og við heiftyrðin bættist sérkennileg hljóm- an ljóðanna. Skáldin völdu sér harka- leg hljóðasambönd og óliðleg orða- sambönd, surfu ryðguð járn með ó- nýtri þjöl í djöfulmóð. Fútúristarnir afneituðu menningar- verðmætum annarra algjörlega. „Af hæðum skýjakljúfanna lítum við au- virðileik þeirra,“ stendur í ávarpi framtíðarmanna, og er þá ekki aðeins átt við symbóldýrkarana heldur og Gorkí og Kúprín og aðra slíka raun- sæismenn. Náungum eins og Púsjkín og Tolstoj vilja þeir „henda fyrir borð á gufuskipi samtímans.“ Svipuð hreinsun átti að fara fram í öðrum listgreinum. Repín var nátttröll, Stanislavskí á hraðri leið norður og niður. Engin miskunn hjá fútúristum. Þessir menn vildu fyrst og fremst frjálsa nútímalist. Þessi frelsisbarátta kom fram í ýmsu, m. a. í frjálslegum tilraunum með rússneska tungu. Þar var áðurnefndur Khlébnikof fremst- ur í flokki. Hann hafði mikla trú á orðasmíði, áleit að orðasmíði væri ákjósanlegt vopn í baráttunni gegn yfirgangi dauðra manna í listum, ráð til að takmarka vald þeirra og áhrif. 1 kenningu hans varð orðið sjálfstæð- ur veruleiki, sem gat af sjálfu sér haft áhrif á tilfinning mannsins. Stundum fór þessi nýsmíði fram á grundvelli áður þekktrar rótar málsins. Dæmi: Þegar Khlébnikof yrkir kvæði þar sem hvert orð er á einhvern undarleg- an hátt myndað af hlátur, hlæja. Það gæti byrjað svona: 0 lilæið þið, hlátrarar ó skellihlæið, hlátrarar Þar lilæja þeir hlátrum, þar hlæmast þeir hlátran ó hlæið í hlátrasveit ó hláturskviður aðhlátrara, hlátur úthleginna hlæjara o. s. frv. 1 öðrum tilvikum fæddust orðin í heila skáldanna án nokkurs stuðnings orðaforðans. Þannig yrkir Krútsjo- níkh: Dír húl sjíl úbesjkúr skúm vi so bu r 1 es Þetta kvæði má lesa með jafngóð- utn árangri á íslandi og í Moskvu. Ennfremur höfðu fútúristar gaman af tilraununum með samband lita og hljóða og fóru hér að fordæmi Rim- 318
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.