Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Page 26

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Page 26
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR þeirra fleygir fram, þeir taka m. a. að skrifa, en með þekkingu á skrift og lestri er talið, að skeið siðmenningar hefjist í sögu þjóða. Skriftin kæfði að nokkru leyti nið- ur hina munnlegu sagnahefð, og breyttir samfélagshættir urðu henni einnig skæðir, eins og við þekkjum hér á landi. A 12. og 13. öld virðist landið vera fullt af arfsögnum, þá lifa á vörum fólks alls konar sagnir um menn og atburði fyrir 300 til 400 ár- um. Þegar Jón Gissurarson ætlar hins vegar um 1640 að skrá minnisverða atburði, sem gerzt höfðu á íslandi á 15. og 16. öld, getur hann yfirleitt ekki rakið sagnir lengra aftur en rúm 100 ár; menn muna það, sem feður þeirra og afar sögðu, en komast ekki lengra aftur. Skráður fróðleikur verður því alls ráðandi við mótun sögulegrar hefðar, eftir að menn taka að færa slíkan vísdóm í letur, en sögu- fróðleikur hefur aldrei hoppað milli- liðalaust úr munnlegri geymd yfir á bókfell, heldur verður hann að fara um hendur skrásetjara, sem velja úr honum það, sem þeir og samfélag þeirra telur minnisverðast. Aður hafði sögulegur fróðleikur vaxið eins og villtur gróður, en verður nú rækt- aður. Enginn sagnaritari getur færzt það í fang að skrá alla atburði, sem hann þekkir eða fær fregnir af, hann verður að velja og hafna; en úrval hans er að litlu leyti háð persónuleg- um hleypidómum hans og óskhyggju, heldur ákvarðað af samfélaginu, sem hann skrifar fyrir, og sérstaklega af fornri söguhefð. Vilji menn gera sér minnstu grein fyrir sögulegri erfð nú- tímans, þurfa þeir að þekkja lítillega, hvernig sú erfð hefur mótazt. Stjórnarhættir og sögueríð Skriftin virðist upphaflega gerð til þess að leysa vandamál ríkisstjórna og skattheimtumanna þeirra. Elztu ritaðar heimildir, sem varðveitzt hafa, eru reikningar og samningar frá Sú- merum, sem bjuggu í suðurhluta Mesópótamíu fyrir um 5000 árum. Hér á landi munu lög um skattheimtu (svonefnd tíundarlög) vera eitt af því fyrsta, sem skráð er á vora tungu. Um svipað leyti og Súmerar taka Egyptar einnig að skrifa, og á næstu 1500 árum taka aðrar þjóðir í suð- vestanverðri Asíu, á Krít og austur í Kína upp egypzkt eða súmerskt letur eða bjuggu sér til nýtt letur sjálfar. Þessi letur voru yfirleitt mynda- eða samstöfuletur og mjög flókin, svo að ógjörlegt var, að almenningur lærði að draga til stafs. Til þess að vera sæmilega læs á kínverskt letur, sem notað er enn í dag, þurfa menn að kunna um 10 þús. tákn. Af þeim sök- um er það talið, að ógjörlegt sé að gera nema hluta kínversku þjóðarinn- ar læsan á þetta letur. Til þess að gera lestur og skrift að almenningseign austur í Kína þarf að breyta letrinu og taka upp stafróf. 264
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.