Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Blaðsíða 77
NÝIR ÁVEXTIR OG ALDIN RÓT
valdsson póstur á Kálfafelli í Fljótshverfi
er Þorvaldi samferða yfir Skeiðarársand, og
mun Stefán hafa verið í póstferð. Segir nú
ekki af för þeirra, fyrr en þeir koma að
Skeiðará. Þá var Skeiðará yfrið smá vexti
og ekki nema svipur hjá sjón af því foráttu-
fljóti, sem Þórbergur reið eitt sinn ásamt
frú og frægt er í sögum. Þorvaldur var ekki
með öllu ókunnur Skeiðará frá æskuárum,
honum leizt hún fær, þar sem að var komið,
og vildi engar vöflur á hafa að leggja í
hana. En Stefán réð ferðum, beindi hesti
sínum niður með ánni og sagði: „Hún er
betri neðar“ og ekkert annað. Ríða þeir nú
um stund niður sandinn. Þorvaldur hreyfir
því öðru hvoru, að hér sé gott vað og hér
sé áin reið. En Stefán svarar alltaf hinu
sama: „Hún er betri neðar“, og engu öðru.
Loks kemur að því, að Stefán lætur hest
sinn stinga við fótum og segir: „Við fáum
hana ekki betri“. Segir svo ekki meira af
þeirra ferð. Þeir fara yfir ána hrægrunna,
og sögunni er lokið.
Þetta þykir ykkur ekki rismikil saga,
ykkur þykir hún meira að segja alveg sér-
lega rislág og enn rislægri fyrir það, að við
hana kemur jafnaðsópsmikil persóna og
sjálf Skeiðará, sem heitir Hún á máli Oræf-
inga. En Þorvaldi var þetta ógleymanlegt
atvik, og sagan varð okkur heimspekilegt
umræðuefni. Það var þetta undarlega uppá-
tæki póstsins að vilja ekki fara yfir ána,
þar sem fyrst var að komið, fyrst því var
ekki til að dreifa, að þar væri hún ekki
sæmileg yfirferðar. Við Þorvaldur komumst
að þeirri niðurstöðu, að hér hefði Stefán
fylgt lífsreglu þeirra manna, sem dæmdir
væru til þess öðrum fremur að eiga sam-
skipti við Skeiðará í öllum hennar marg-
breytilegu myndum. Þeir spyrja ógjaman,
hvort Hún muni fær eða ekki fær. Þegar á
þarf að halda, þá verður Hún að vera fær.
Meginlífsreglan er að athuga, hvar Hún er
bezt, og fara Hana, þar sem Hún er bezt, —
það er sú heilaga regla, sem aldrei má
brjóta, hversu meðfærileg sem Hún kann að
vera, þar sem Hún er næstbezt eða þarnæst-
bezt. Og við Þorvaldur komumst að þeirri
niðurstöðu, að hollustan við þessa lífsreglu
ætti sjálfsagt verulegan hlut í því, hve
bindindissamir Skaftfellingar og aðrir hafa
verið á að dmkkna í þessu voðafljóti, þótt
um allar aldir hafi menn iðkað það að
farast í öðrum stórfljótum og auk þess í
meinlausustu bæjarlækjum og fjallalindum,
mógröfum og rjómasléttum heiðavötnum.
Hér af skulum við nema sannindi um hin
margbreytilegu viðfangsefni, er við veljum
okkur eða örlögin úthluta okkur á vegferð
lífsins. Við eigum ekki aðeins að leita þess,
sem gott er, heldur þess sem bezt er í hverj-
um hlut. Sagnfræðingurinn á ekki að láta
sér nægja að vita nokkurn veginn, hvað satt
er og frambærilegt út frá þeirri söguþekk-
ingu, sem handhægust er til samanburðar.
Hann leggur á sig erfiði að leita, hvort ann-
að megi sannara reynast. Ari fróði gerði
sér þess fulla grein, að þekkingu hans gat
verið ábðtavant eins og öllu öðm hér í þess-
um heimi, og þess vegna bað hann þess síð-
astra orða að láta sín orð fyrir ættemis-
stapa, ef annað kæmi í leitirnar, er sannara
reyndist. Það bezta og sannasta er takmark-
ið í hverjum hlut.
V
Þessari meginreglu fylgir Þórbergur
Þórðarson út í æsar í ritun sinni. Fræg er
þjóðsagan um frágang handrita hans. Það
eru handrit í orðsins fyllstu merkingu, þar
kemur engin ritvél nærri til að má persónu-
leika hans af stafagerð og niðurskipan orða
á pappírinn. Fegurð rithandarinnar er
þjóðkunn og senn sjáanleg hverju manns-
barni á Islandi ásamt hreyfingum handar
og fingrastöðu á pennastönginni. Svo er að
þakka kvikmyndaranum Ósvaldi Knudsen.
Það fer ekki milli mála, að mörg eru þau
315