Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Side 78

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Side 78
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR orðin, sem Þórbergur þarf aS yfirstrika í ritum sínum, meSan þau eru í smfSum. Enginn þarf aS segja okkur, aS svo fullkom- inn sé Þórbergur í frásagnarlist sinni, aS ekki vilji lengi viS loSa ein og ein upp- skafning og ein og ein lágkúra, einhvers staSar vottar fyrir skallamyndun, svo aS viS þarf aS bæta setningu, og viS nána athug- un gæti komiS í ljós á síSustu stundu, aS hugsun væri ekki fullkomlega ljós, svo aS nálgazt gæti ruglandi. Og svo auk alls þessa koma ritvillurnar, sem engum dauSlegum manni mun enn hafa aS fullu tekizt aS losa sig viS. En þurfi Þórbergur aS breyta einu orSi á síSu, þá er sú síSa rituS upp aS nýju, en lendir sjálf í bréfakörfunni. Fyrsti les- andinn, sem er þó aSeins ónafngreindur prentari, og þaS er ekki víst, aS hann sé neinn sérstakur bókmenntamaSur, hann verSur aS fá í hendur þaS bezta, sem tök eru á aS veita. Þetta þykir mér reyndar of langt gengiS í nostursemi, ef satt væri. En öll sagan er ekki sögS meS frábærri vandvirkni viS sköpun hverrar einustu setn- ingar í ritum Þórbergs. Hann hefSi aldrei hlotiS meistaranafnbót fyrir þaS eitt aS skrifa fegurri stíl en flestir eSa allir aSrir. Honum sjálfum er þaS heldur ekki nóg, aS hver setning sé gerS hiS bezta, sem í hans valdi stendur. Bréf til Láru var ekki fyrst og fremst stílþraut. ÞaS var boSskapur, og sá boSskapur var svo djarfur og ferskur, aS innra meS Þórhergi gerSi hann þá kröfu, aS stíll og málfar bæri þá reisn, sem þeim boSskap hæfSi. ÞaS eru skoSanir höfundar á dýpstu vandamálum hugmyndaríkrar og hugsjónaauSugrar samtíSar. ÞaS er ekki fræSsla um skoSanir, sem hann tínir til úr ritum feSranna, heldur boSskapur, sem hef- ur kristallazt í hans eigin sál, persónulegt líf af hans lífi, andi af hans anda. Fyrir þær sakir fæddist meistari inn í heim ís- lenzkra bókmennta meS því bréfi. VI Til þess flaut knörr Þórbergs út í heim lærdóms og mennta, aS komizt yrSi til botns um ráSningu sjálfrar lífsgátunnar. Þá höfSu SuSursveitungar þá hugmynd um hámenn- ingu nýs tíma, aS hún gæti leyst úr spum- ingum um flest þau efni, sem ómenntuSum almenningi lá á hjarta. Til hvers voru þá skólar hver upp af öSrum, ef þeir risu ekki undir svo sjálfsagSri kröfu. VonbrigSin urSu sár, en langt er síSan Þórbergur sætti sig viS þaS sem kalda staSreynd, aS enn er menning mannkynsins ekki komin á þaS stig, aS í hennar valdi standi aS svara öll- um spumingum, sem fróSleiksþyrstur mannsandi þráir svar viS. AuSvitaS óx Þór- bergur brátt upp úr þeim barnaskap sínum, aS sjálfa lífsgátuna gæti hann kafaS til botns og ráSiS út í æsar á þann hátt, er hiS frumræna mannshjarta girnist. En hann flúSi ekki frá viSfangsefninu af þeim sök- um. Ifann leitaSi hvarvetna, þar sem ein- hvers var að vænta. Hann leitaSi raka fyrir velfamaSi mannlegs lífs hér á jörSu og ekki síSur þeirra lögmála, sem hamingja manns- andans lýtur á eilífSarinnar stigum. Þótt ekkert stæSi um þetta í lögboSnum skóla- bókum Kennaraskólans eSa annarra opin- berra skóla, sem kostur var til aS leita, þá ultu yfir okkar þjóSlíf á æskuárum Þór- bergs hvers konar kenningar um félagsmál jarSnesks lífs og fræSistefnur um fram- haldstilveru mannssálarinnar í astral- og eterheimum og samband hennar viS andann mikla, sem öllu stjórnar af óendanlega há- um tróni sínum. Og Þórbergur tók á móti þessum feng eins og hver annar sannur SuSursveitungur, sem fær happareka á fjör- ur sínar. Hann hirti allt, sem hann taldi nýtilegt, dró þaS til síns bús og bætti úr vöntunum, er fyrir voru, sagaSi, hjó og hefl- aSi, svo sem nauSsyn krafSi til aS koma hlutunum saman. 316
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.