Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Qupperneq 90

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1961, Qupperneq 90
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR heitir Ljóð er óvinur einræðis, þar sem höf- undurinn gerir verulegt átak til að' hefja sig upp í spámannlegar hæðir: Skáldskapur er upprunninn í persónu- leika mannsins og höfðar einungis til per- sónulegrar vitundar. Leiðir hans og hópsál- arinnar liggja aldrei saman. Pólitískir flokkar og stjórnmálastefnur leita hins veg- ar að samnefnara, sem einstaklingar og þjóðir geti gengið upp í. En sá samnefnari á ekkert skylt við sál. I einrœðisþjóðfélagi eru mennirnir til fyrír ríkið, í lýðrœðis- þjóðjélagi er ríkið til fyrír mennina. Þess vegna þarf lýðræði á skáldskap að halda, en einrœðið hefur ekkert við hann að gera. Það viðurkennir ekki einstaklinginn nema sem dautt hjól í sálarlausri vél ríkisins, og það á allt undir því, að þegnarnir hugsi sem minnst og verði sem líkastir hver öðrum. En skáldskapur andœfir slíkrí þróun. Hann miðar að ejlingu og dýpkun persónuleikans, skuldbindur einstaklinginn til að bjarga sál sinni. Verksvið hans er persónuleg sál, en ekki ríkið, sem er sálarlaust. Þess vegna er Ijóð óvinur einrœðis. (Bls. 115—116.) Það þarf engan sérstakan skarpleika til að sjá að úr því skáldskapur höfðar einung- is til persónulegrar vitundar, úr því lýðræð- ið á núverandi stigi kemur fram sem ríkis- vél — varla mjög sálræn að skilningi Tóm- asar Guðmundssonar —, úr því lýðræðið er pólitík og leitar því að samnefnara sem ekki á skylt við sál, er þar af leiðandi and- stætt „ljóðinu" sem deilir „hópsálinni" í „persónulegar vitundir“ áður en það talar við hana, —: þá þarf það stjórnarform sem nefnt er lýðræði varla miklu meir á skáld- skap að halda en einræði. Mér virÖist að orsök þessarar mótsagnar sé að vísu grund- vallarsannfæring um asósíal tilveru skáld- skaparins, en ofan á þann grundvöll er bætt lönguninni og nauðsyninni að vera „lýð- ræðisskáld". Það er næstum átakanlegt að horfa á höfundinn reyna þannig að sann- færa sjálfan sig um að skáldskapur hafi þrátt fyrir allt pólitísku hlutverki að gegna. Eða réttara sagt: það væri átakanlegt ef að- ferðin væri ekki svona yfirtak einföld: að nema pólitíkina burt úr „lýðræðinu " svo að skáldið eigi ekki neitt á hættu. Með þessu móti kostar það skáldið svo sem ekki neitt að vera „lýðræðisskáld", álíka lítið og það kostar Tómas Guðmundsson að „túlka“ kvæði sín Jerúsalemsdóttur og Ljóð um unga konu frá Súdan tuttugu og fimm árum eftir að þau voru kveðin. Allt fellur í ljúfa löð og ekki er mikil hætta á að neinn stygg- ist! En þessi ívitnaÖa klausa leiðir ekki að- eins hugann að hinni merkilegu mótsögn Tómasar Guðmundssonar, heldur einnig að hinum ómerkilegu mótsögnum hans, óskýrri hugsun og rökleysum. Rökfærsla hans hér er formleg og hátíðleg, allflókið reiknings- dæmi, en þegar að er gáð kemur í ljós að forsendur hennar eru engar forsendur. „Skáldskapur er upprunninn í persónuleika mannsins, og höfðar einungis til persónu- legrar vitundar.“ Þessi staðhæfing er svo innihaldslítil út af fyrir sig, svo haldlaus skilgreining, að vel má segja að rökfærslan byrji í núlli. „Leiðir hans og hópsálarinn- ar___“ — hvaða merkingu hefur hér hóp- sál? Ur því lesandanum er ekki sagt það neyðist hann til að álykta að setningin sé firra, sem ekkert tillit tekur til þjóðfélags- þróunar né bókmenntasögu. Skilgreiningar á lýðræði og einræÖi var ekki að vænta: höfundinum er akkur að því að rugla merk- ingu þeirra orða. Þegar svona er farið að er ekki að undra þó niðurstaðan: „þess vegna er ljóð óvinur einræðis", sé jafn ósönnuð á eftir „sönnuninni“ og á undan henni. „Sönn- unin“ er ekkert annað en hin rómantíska og dulræna trú á almáttugan sannleika skáld- skaparins. Pólarnir sem hugsun Tómasar Guðmundssonar snýst um í þessari klausu eru í rauninni ekki skáldskapurinn og ein- 328
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.