Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Side 11

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Side 11
ÞJ ÓÐFRELSISBARÁTTA OG SÓSÍALISMI Hvað sem um Perón og Vargas má segja er efalaust að það var þrá fólks- ins eftir efnahagslegu óhæði og von þess um þjóðfélagslegar umbætur sem hóf þá til valda. Það er ekki heldur neitt efamál að þeir reyndu af fremsta megni að framkvæma óskir fylgis- manna sinna. En þeir ráku sig á tor- færur sem þeir komust ekki yfir. Þeim tókst ekki að afsanna það sem lengi hefur verið kennisetning um róm- önsku Ameríku: að efnahagslegar og þjóðfélagslegar umbætur séu þar „ó- mögulegar“. En þó að herinn, aftur- haldssamir borgarar og stórjarðeig- endur hefðu steypt þeim af ótta við andbandaríska pólitík þeirra, er mjög eftirtektarvert að jafnvel þessir aðilj- ar hafa ekki haft getu eða þor til að berjast opinskátt og beint á móti þess- ari pólitík til lengdar. í Brasilíu studdu þeir Kubitschek til valda 1955, og enda þótt hann yrði að gefa aftur- haldsöflunum loforð um „skynsam- lega“ pólitík, reyndi hann í rauninni að framkvæma svipaða stefnu og Var- gas. Og um áramótin 1960—61 kem- ur Quadros til sögunnar með ódulda sjálfstæðis- og umbótastefnuskrá. Sömuleiðis í Argentínu liðu ekki nema þrjú ár frá falli Peróns þar til Frondizi, sem meðal annars hafði unnið sér frægð og vinsældir í Argen- tínu fyrir bók sem heitir Stjórnmál og olía, var kjörinn forseti. Það virðist að afturhald Suður-Ameríku geti ekki stjórnað gegn þjóðarviljanum, en það getur að vísu ekki heldur leyft umboðsmönnum þjóðarviljans að stjórna. Quadros hrökklaðist frá völd- um í fyrra, herforingjarnir stungu Frondizi í fangelsi um daginn, en þá höfðu þeir sett honum stólinn fyrir dyrnar þrjátíu og átta sinnum síðan hann kom til valda, og þrjátíu og átta sinnum hafði hann beygt sig. Og Bé- tancourt, sem hófst til valda í Vene- zuela fyrir loforð sín um að afnema pólitísk og efnahagsleg yfirráð olíu- félaganna bandarísku, virðist vera á leiðinni að verða eitt af hinum frægu peðum Bandaríkjamanna, á borð við Syngman Rhee og Tsjang-kai Tsjek. Enn einu sinni hefur sannazt að um- bætur séu óframkvæmanlegar í Suð- ur-Ameríku. Hverjar eru hinar óyfirstíganlegu torfærur? Þær eru sjálfsagt margar, en allar stafa þær af tangarhaldi Bandaríkjamanna á efnahagslífinu ásamt valdi innlendra stórborgara og stórjarðeigenda. Stefna Bandaríkja- manna frá stríðslokum hefur verið sú að rómanska Ameríka héldi áfram að vera hráefnabúr þeirra. En þar sem útflutningur flestra rómanskra ríkja í Ameríku byggist á einni eða tveimur vörutegundum og Bandaríkin eru að- alkaupandinn eða jafnvel eini kaup- andinn, þá hafa Bandaríkin líf þess- ara ríkja í hendi sér bókstaflega tal- að. Þau eru hörmangarahöndlun Suð- ur-Ameríku, og þau ráða við hvaða verði þau kaupa og selja. Hvað eftir 105
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.