Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Blaðsíða 29
LITLA BÓKIN UM SÁLINA OG HALLDÓR LAXNESS
uð oístopafullir hið innra með sér, en
snauðir að þeirri menníngu hjartans
sem hún amma mín var gædd og lýsti
sér í gamansemi, elju, afskiftaleysi af
trúmálum, jafnaðargeði í sorgum,
kurteisi við bágstadda, hugulsemi við
ferðamenn, óbeit á leikaraskap, góð-
semi við skepnur.“ Þetta eru eigin-
Ieikar í góðu samræmi við taó, og
þeir birtast í skáldskap Halldórs fram-
ar öllu hjá öldruðu fólki, óbrotnu al-
þýðufólki.
í öðrum kafla Alþýðubókarinnar
er sagt frá gömlum sveitahjónum, ætt-
uðum úr Rínarlöndum. Þau eru á
leið heim með skipi eftir fimmtíu ára
búskap í námunda við Milwaukee.
Samt hafa þau ekkert breytzt, en eru
enn í fullkominni samstillingu við átt-
haga sína. Þau mæla ekki á ensku,
„en rínlenskan með þekkum uppruna-
legum hreimi var þeim jafntöm og
fyrir fimtíu árum er þau yfirgáfu dali
Rínar“. Þau gefa varla gaum að haf-
inu, en sitja á þilfarinu „búin einsog
bændafólk lángt upp til sveita er vant
að klæðast á kvöldin að loknu dags-
verki“. Einkum er eitt einkenni at-
hyglisvert í fari þeirra: „Þau töluðust
ekki við, en sátu þögul einsog einn
maður, og þegar talað var við þau
svöruðu þau eins og ein persóna; svo
háttvís var eindrægni þeirra.“
Sama einkenni birtist aftur í frá-
sögninni af kotinu undir jöklinum í
Fegurð himinsins (1940), en sú lýs-
ing er ljóst dæmi um áhrif frá taó-
ismanum. Gömlu hjónin í kotinu voru
sem sé „ekki margmál að fyrra
bragði, en leystu úr öllum spurníng-
um eftir bestu samvisku og svöruðu
eins og einn maður“. Þetta fólk virð-
ist samgróið náttúrunni og hlutunum
kringum það. „Gamli maðurinn sló
tún sitt til kvölds, hann hvorki hóf
orfið né skáraði, en fór að öllu mjúk-
lega, án erfiðismuna, duldum hreyf-
íngum, lét bitið í Ijánum vinna, skar
grasið við rótina án þess að fella það,
verklagið af því tagi sem náttúran
beitir sjálf.“ Að vinna „án erfiðis-
muna“ — einmitt þannig hefur Hall-
dór komizt að orði um gamlan sjó-
mann í grein, sem ég hef áður vitnað
í: af samtali við hann „skildist manni
betur orðið taó, alvaldið sem vinnur
án erfiðismuna og hættu“. Þessi blíð-
lyndi öldungur í kotinu er allt önnur
manngerð en til dæmis Bjartur í Sum-
arhúsum, hetja og berserkur í óslitnu
stríði við kaldranalega náttúru.
Þarna undir jöklinum eru menn og
náttúra samstæð heild. Ekki aðeins
gömlu hjónin hafa sál, „heldur hlut-
irnir kríngum þau“. Eitthvert dul-
rænt afl virðist halda þessu fátæka
húsi saman. Þangað fer Olafur Kára-
son einu sinni enn, áður en hann
stefnir upp á jökulinn á vit dauðans.
Gamla konan, sem er að veita nýdán-
um manni sínum umbúnað, verður
121