Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Blaðsíða 42
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
„Margt hann1 sá um miðja nótt,
máske líka hálfur.
Sá sem öllum ætlar ljótt
oft er fantur sjálfur.“
— Annars eru íslendingar nú á dögum svo skapdaufir, að þeir eru hættir
að yrkja almennilegt níð.
II
Þurrabúðarfólk
Tvö ár voru liðin síðan jeg hafði stigið fæti í fjarðarkaupstað íslenskan og
nú steig jeg af „Esju“ á Reyðarfirði, einn ágústmorguninn, eftir nokkurra
daga lærdómsríka ferð meðfram ströndinni. Jeg dvaldi viku á fjörðunum og
lærði margt af fólkinu, sem þá var í algleymi út af síldinni, en síldin er, eins
og menn vita, ímynd guðs almáttugs á þessu landi og ræður örlögum manna,
enda fagur fiskur, gerir menn ríka og fátæka, hyggna eða ringlaða, alt eftir
dutlungum sínum. Það er þessi litfagra og dutlungafulla skepna utan úr haf-
inu, sem stjórnar landinu, og skil jeg ekki enn hvað því veldur, að stórskáld
vor skuli vera svo langt á eftir tímanum í hugsun, að hafa ekki uppgötvað
þetta, heldur vera að yrkja einhverjar romsur um Christian R. og konu hans.
Að vísu eru þau heiðurshjón alls góðs makleg, en það er engu að siður síldin,
sem stjórnar landinu. Jeg skrifaði eystra smásögu eina, sem heitir Síldin. en
það er ekki nema vesælt andvarp, og hefir svo fleirum farið, sem reynt hafa
að yrkja um þá máttu er ráða örlögum mannanna.
Nú bið jeg háttvirta kjósendur forláts á því, að jeg hefi ekki gáfur til að
skrifa um framtíðarskilyrði kauptúnanna, í þeim tón, sem siðvenja er til, þeg-
ar menn setjast á rökstóla og skrifa um ferðir sínar í blöðin. Jeg ætla ekki
heldur að lýsa framkvæmdum athafnamanna á fjörðunum, að þessu sinni, nje
framkvæmdaleysi athafnaleysingjanna. Aðeins leyfi jeg mjer að geta þess, að
jeg varð hvergi snortinn af neinu, er vott bæri um sjerstakt ímyndunarafl
manna á fjörðunum. En jeg trúi á ímyndunaraflið sem primum mobile og höf-
uðskilyrði brautargengis á hverju sviði, en þar næst á heilbrigða skynsemi.
Menn hafa ekki hálft not af lífinu nema þeir neyti ímyndunarafls síns, þ. e. a.
s., láti sjer detta eitthvað í hug. Alment gera menn á fjörðunum líf sitt tífalt
erfiðara fyrir þá sök, að þeir hirða ekki um að glæða þessa ögn sem hverjum
1 nfl. H. K. L.
134