Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Blaðsíða 62
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
lega markmið í sjálfu sér — það sem
mestu máli skiptir er að rannsaka útí
æsar einhverja taugahrúgu, sem snið-
in hefur verið frá þjóðfélaginu.
Og niðurstaðan af þessum psycho-
logisma er athyglisverð. Einmitt það,
sem menn þóttust hafa uppgötvað,
„maðurinn í sjálfum sér“,hinn mann-
legi persónuleiki bakvið allt, leystist
nú upp í óljósa skuggaveru. Persónu-
leiki manna, frumleiki og sérkenni
birtast í athöfn, í eldraun þjóðfélags-
ins, á úrslitastundum. Hamlet verður
áhrifaríkur persónuleiki vegna þess
að af honum er krafizt óvenjulegra
athafna. Sú mynd, sem sálkönnuður
hefði gert af honum, kynni að fræða
okkur frekar um afstöðu hans til
móður sinanr og Ófelíu, en í henni
mundi hvergi örla á persónuleika
hans, þessari sérkennandi afstöðu á
mörkum tveggja ólíkra tímabila. Eft-
ir yrði ungur maður með geðflækjur,
og þannig hafa margir þeir höfundar,
sem mest grufla í sálinni, farið með
persónur sínar. Því fleiri sálfræðileg-
um smáatriðum sem þeir hauguðu
saman, þeim mun ópersónulegri, ó-
raunverulegri og vofukenndari urðu
þau hinn hyldjúpi herra X og sú
flókna ungfrú Y. Og að lokum getur
ekki annað að líta en symbólskan
mannsham fylltan með ólögulegan
taugavelling. tJr sérleik og marg-
breytni mannlegs persónuleika er orð-
ið: faðirmn, konare, sonurmn, skækj-
an, ókunni maðurinn o. s. frv.
Firring og hnignun
í þessari útþurrkun persónulegra
sérkenna, sem nátengd er symbólisma
og dulhyggju, er greinilega að verki
almenn hneigð. Þegar menn eru orðn-
ir í ósamræmi við þjóðfélagið, en
skelfast þó allar róttækar breytingar
á því, verða listir þeirra og bókmennt-
ir sneyddar félagslegu eðli og hlut-
verki. Og er maðurinn hefur verið rú-
inn þjóðfélagslegu inntaki, hlýtur sú
spurning að vakna, hvert sé innihald
hans. Og þetta sjálf, sem sýnist vera
í andstöðu við þjóðfélagið verður
vafasamt og óákveðið í einangrun
sinni. — Og þar kemur að mönnum
finnst það ekki vera annað en gríma,
að baki þess búi „hin hreina verund“,
torskilinn, óumbreytanlegur og dul-
arfullur veruleiki. Maðurinn verður
að dularrún, sem vísar til hins algera,
hann verður að tákni, symbóli — og
að baki þessu tákni grillir í einhvers-
konar „heild“, einingu, sem þó er
ekki í eðli sínu þjóðfélagsleg, heldur
„kosmísk“, alheimseining. Það sem
glatazt hefur í þjóðfélaginu hérna
megin er flutt yfir í dulartilveruna
hinu megin. í þeirri óhemjulegu firr-
ingu, sem leitt hefur af hlutgervðum
og því jafnframt torráðnum samfé-
lagstengslum, breytist veruleikinn í
draumheim, draumleik; sjálfið, sem
rakið hefur verið sundur í symbólsk-
ar verur, rekst nú aftur og aftur á
firrt afbrigði sín, sem glotta við því
skrumskæld úr hundrað speglum.
154