Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Blaðsíða 14
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Bandaríkjamanna á eynni. Hin sigur-
sæla byltingarstjórn væri því eins og
maður sem hvorki gæti lifað né dáið.
Það leikur lítill efi á því að sjálfir
forustumenn byltingarinnar á Kúbu
voru ekki samþykkir þessari skil-
greiningu þegar þeir komu til valda.
Þeir virðast einmitt hafa gert ráð
fyrir því þá að geta haldið friði við
Bandaríkjastjórn og framkvæmt fyr-
irheit byltingarinnar. En sá reyndist
munurinn á þeim og fyrri umbóta-
mönnum í rómönsku Ameríku að
fyrsta boðorð þeirra var hvorki ó-
snertanleiki kapítalismans né undan-
látssemi við Bandaríkjastjórn; fyrsta
boðorð þeirra var að framkvæma
byltinguna. Og þegar bandaríska auð-
magnið á Kúbu svaraði nauðsynleg-
um umbótum með skemmdarverkum,
þá svipti Kúbustjórn það aðstöðunni
sem leyfði því að fremja skemmdar-
verk. Það er einstaklega minnisvert
hver varð orsök fyrsta alvarlega á-
rekstursins milli hinnar nýju stjórnar
Kúbu og Bandaríkjastjórnar árið
1960. Kúbustjórn hafði samið við
Sovétríkin um kaup á olíu, sem í
fyrsta lagi var ódýrari en sú olía sem
amerísku hringarnir seldu henni, en í
öðru lagi var horguð með vörum en
ekki dollurum. Með þessari ráðstöfun
gat Kúba notað dollarana, sem fóru
áður í olíukaup, til iðnvæðingar, en
gerðist um leið á þessu sviði óháð
þvingunarvaldi olíuhringanna. En
olíuhringarnir höfðu enn mikil völd:
þeir áttu hreinsunarstöðvarnar á
Kúbu og neituðu að hreinsa hina so-
vézku olíu. Ef Castro hefði farið að
dæmi forvera sinna í rómönsku Amer-
íku þá var ekki um annað að ræða
fyrir hann en beygja sig. En hann
heygði sig ekki; hann þjóðnýtti
hreinsunarstöðvarnar. Fyrsta þjóð-
nýting bandarískra stórfyrirtækja á
Kúbu var þannig framkvæmd í varn-
arskyni en ekki eftir fyrirfram gerðri
áætlun.1 Byltingarstjórnin varð
reynslunni ríkari: hún hafði í upphafi
gert ráð fyrir að einkaauðmagnið,
erlent og innlent, mundi lofa henni í
friði að gera þær ráðstafanir sem
sviptu það einokunaraðstöðu þess;
hún komst að raun um að það sveifst
einskis sem mætti verða til að við-
halda þessari aðstöðu; hún varð ann-
aðhvort að berjast við það eða gerast
ambátt þess.
Þegar Bandaríkin sendu málaliða
1 Stórjarðeigendumir, bæði kúbanskir
og bandarískir, voru þó sviptir jarðeignum
sínum þegar árið 1959. Sú ráðstöfun var frá
upphafi ófrávíkjanlegt stefnumið kúbönsku
byltingarinnar, og krafan um landbúnaðar-
byltingu á svo mikinn hljómgrunn í allri
rómönsku Ameríku, að mjög erfitt var fyrir
Bandaríkin að hefja stríð sitt við Kúbu út
af eignarnámi stórjarðanna. Reyndar hafði
fjármagn Bandaríkjamanna í landbúnaði
Kúbu minnkað hlutfallslega, og var komið
niður í 38% af heildarfjárfestingu þeirra á
Kúbu 1958. í stað þess hafði bandarískt
fjármagn leitað æ meir í bankarekstur,
tryggingafélög og hverskonar þjónustu
(samgöngur, síma, rafmagn o. s. frv.).
108