Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Blaðsíða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Blaðsíða 18
TIMARIT MALS OG MENNINGAR auðmagnið veit að það mun ekki geta teygt til „samvinnu“ við sig alþýðu manna í Afríku, en það vonast til að geta mútað fámennum hóp manna með því að gera hann að hluthafa arðránsins og nota hann síðan til að viðhalda arðránsskipuninni. Þáttur í þessari viðleitni eru þær ráðstafanir sem nýlendustjórnirnar gera til að koma sínum mönnum í stjóm ný- lendnanna um leið og þær fá full- veldi: til þess eru notaðar aðferðir sem eiga mjög lítið skylt við lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt. Mörgum Afríkumanni finnst súrt í broti að fyrstu stjórnendur hinna nýfrjálsu ríkja eru oft og tíðum einmitt þeir sem börðust við hlið nýlendudrottn- anna á móti frelsi þeirra: svikararnir og kvislingarnir. Aðstoð nýlenduveldanna við hin nýfrjálsu ríki Afríku hlýtur einnig að minna á „aðstoð“ Bandaríkjanna við rómönsku Ameríku. Vestrænir ráðu- nautar benda afrísku ríkisstjórnunum á að hráefnaframleiðsla sé leiðin til „heilbrigðs efnahagslífs“, iðnvæðing glæframennska. Efnahagshjálp og lán eru ekki veitt nema hin alræmdu skil- yrði Alþjóðabankans um rétttrúaða fjármálastefnu séu uppfyllt: frysting launa, hækkun vöruverðs, gengis- lækkun, og skuldbinding um að forð- ast þjóðnýtingar. Víða í hinum ný- frjálsu ríkjum er embættismannastétt- in sú sama og fyrir fullveldið því enn hefur ekki gefizt tími til að ala upp innlenda menntamenn. Þessi embætt- ismannastétt stendur í stríði við hinar innlendu ríkisstjórnir, og rekur bein- línis erindi nýlenduveldanna. Og ein- okunarhringarnir leggja á ráðin um skipulögð skemmdarverk gegn hinum unga iðnaði þessara landa. 5 Alsír er það land Afríku sem með fordæmi sínu á næstu árum mun hafa meiri áhrif á pólitíska þróun í þeirri álfu en nokkurt annað land. Nú þeg- ar þjóðfrelsishreyfingunni hefur eft- ir harða baráttu tekizt að fá viður- kenndan rétt alsírsku þjóðarinnar til sjálfstæðis, — og enda þótt sú viður- kenning kostaði nokkurn þungbæran afslátt á fyllstu kröfum, — þá munu afrískir menn fylgjast með því ná- kvæmlega hvernig tekst að ná næsta áfanga: efnahagslegu sjálfstæði. En eldraun frelsisstríðsins hefur einmitt þroskað pólitískan skilning alsírsku þjóðarinnar stórkostlega. Hjá hernaðarlegum, pólitískum og félagslegum forustumönnum frelsis- hreyfingarinnar hefur sú sannfæring komið æ skýrar í ljós eftir því sem lengra leið á Alsírstríðið að hin þjóð- ernislega frelsisbarátta sem hafin var 1954, mundi því aðeins ná tilgangi sínum að í kjölfar hennar færi þjóð- félagsleg bylting. Uppbygging Alsírs, sem nú mun vonandi hefjast þrátt fyrir allt, er að skilningi mjög margra þjóðfrelsissinna sósíalistísk uppbygg- 112
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.