Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Blaðsíða 96

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Blaðsíða 96
TÍMARIT MÁLS OG M KNNINGAR og handritum út úr landinu og flutt til Dan- merkur." fslendingar daufheyrðust ekki einungis við bænakvaki fræðafélaga í Kaupmannahöfn, heldur voru þeir einnig tregir til þess að miðla Jóni Árnasyni og Magnúsi Grímssyni af fróðleik sínum. Jón segir, að þeir félagar hafi því nær lagt árar í bát á miðum þjóðsagnasöfnunar, „þegar vinur minn dr. Konráð Maurer kom út hingað vorið 1858“. Konrad ferðaðist hér um sveitir og deildi geði við landsfólkið. Myndugleiki þessa fræga vísindamanns sannfærði fslendinga um það, að hann væri ekki að slægjast eftir bábiljum og hindurvitnum til þess eins að narrast að þeim. Þeir fundu, að hann var vinur þeirra á sama hátt og Rasmus Christian Rask, og allt er vini sínum segj- andi. Konrad safnaði sjálfur fjölda þjóð- sagna og kenndi fslendingum, að þær eru þjóðleg verðmæti, sem þeir gátu verið stolt- ir af, en þurftu á engan hátt að fyrirverða sig fyrir. Hann batt vinfengi við ýmsa ís- lenzka fræðimenn, m. a. séra Skúla Gísla- son á Breiðabólstað, sem varð einn hinn bezti þjóðsagnasafnari hér á landi á 19. öld. Þá Jón og Magnús hvatti Konrad til dáða og hét að láta prenta safn þeirra í Þýzka- landi, en Jón Sigurðsson hafði fengið Bók- menntafélagið til þess að tryggja sölu um 80 arka safns af íslenzkum þjóðsögum. Samvinna þeirra Jóns Sigurðssonar og Kon- rads Maurers varð fslendingum mjög giftn- drjúg. Boð um útgáfu var íslenzkum fræði- mönnum nýlunda. Þeir höfðu flestir unnið langar aldir án þess að Iáta sig dreyma um að sjá fræði sín á prenti. Boð Maurers var því einhver mesta hvatning, sem þeim fé- lögurn gat hlotnazt. Þeir tóku því til óspilltra málanna við söfnunina og nú lá allt lausara fyrir en áður. Magnús Gríms- son varð ekki langlífur. Hann andaðist 1860, svo að eftir það vann Jón Ámason einn að söfnuninni, og 1862 og ’64 kom þjóðsagnasafn hans út, eins og áður greinir. Jón Árnason var ekki allur árið 1864. Hann er fæddur 1819 og andaðist 1888. Hann var mikill iðjumaður og hélt þjóð- sagnasöfnun áfram eftir 1864 og varð oft fengsæll. Ekki átti hann þess kost að gefa þjóðsögur út eftir 1864. Þjóðsagnasafn hans hefur því legið á Landsbókasafni, en þar var hann bókavörður 1850—’87. Þar hafa menn getað gramsað í því að vild. og ýmsir hafa ausið úr þeim í þjóðsagnasöfn, sem þeir hafa gefið út mismunandi vel eða illa. Hér á landi hefur aldrei verið um að ræða skipulega, fræðilega útgáfu þjóð- sagna, unz þeir Árni og Bjarni hófust handa um heildarútgáfu alls þjóðsagnasafnsins, sem kennt er við Jón Ámason. Um útgáfu þeirra Árna og Bjama er það helzt að segja, að hún telur 6 bindi, er 3485 síður alls með skýringum og nafnaskrám, en sögurnar reiknast mér vera 3085 auk Álfarits Ólafs í Purkey. Fyrstu tvö bindin eru að mestu endurprentun á Leipzigarút- gáfu þjóðsagnanna, en hin fjögur bindin geyma sögur, sem ýmist hafa aldrei verið prentaðar áður, þar á meðal er Álfaritið. eða þær er að finna oft á ýmsan hátt af- bakaðar dreifðar innan um þætti og þjóð- fræði, sem ýmsir aðilar hafa gefið út. Þeir Ámi fylgja efnisskipan Jóns Árnasonar, flokka sögumar í goða-. drauga-, galdra-, útilegumannasögur, ævintýri o. s. frv. Flokkaröðin verður tvöföld í útgáfunni, af því að tvö fyrstu bindin eru endurprentun eldri útgáfu. Efnisyfirlit allrar útgáfunnar er aftast í 6. bindi, en það hefur auk þess að geyma nafna- og atriðaskrár. Aftast í hverju bindi eni skýringar og athugasemdir við hverja einstaka sögu, greint frá skrá- setjara, heimildamanni, handritum, fyrri útgáfum, stafsetningarkenjum skrásetjara, ef einhverjar em o. s. frv. Þjóðsagnasafn Jóns Ámasonar mun á 188
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.