Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Blaðsíða 31
LITLA BÓKIN UM SÁLINA OG HALLDÓR LAXNESS
„þar sem vatnið í ánum er kalt og
tært og hljóð þeirra kátt einsog litlar
bjöllur“. Þessi setning — sem á sér
enga beina fyrirmynd í Bókinni um
veginn, að því ég bezt veit — kemur
aftur og aftur eins og stef í sögunni,
sem endar þannig: „en duft stórkans-
ins var lagt til hvíldar í átthögum
hans hinum hæðóttu kjarrskógum í
norðri þarsem vatnið í ánum er kalt
og tært og straumhljóð þeirra kátt
einsog litlar bjöllur“. Þessi náttúru-
lýsing virðist tákna nokkurs konar ó-
háðan veruleika handan við óró og
stríð hins venjulega mannlífs. Og mér
finnst sennilegt, að hún sé í einhverju
sambandi við það sem Halldór nefnir
draum taóismans um sveitasæluna.
Sá draumur gerir einnig vart við
sig í Atómstöðinni (1948), og er
þannig orðaður af organistanum:
„Fegurstur garða er þó sveitin, hún
er garður garða. Þegar kjarnorku-
spreingjan hefur jafnað borgirnar
við jörðu í þessari heimsbyltíngu sem
nú stendur, af því þær eru orðnar á
eftir þróuninni, þá hefst menníng
sveitanna, jörðin verður sá garður
sem hún aldrei var fvr nema i draum-
um og ljóðum —“. Organistinn lifir
einmitt að mörgu leyti í anda taóism-
ans — enda var aðalfyrirmynd hans,
Erlendi í Unuhúsi, snemma lýst af
Halldóri sem manna ríkustum af taó.
Hús organistans er eins og heimurútaf
fyrir sig í miðri höfuðborginni. í þvi
húsi gildir annar mælikvarði heldur
en í borgaralegu þjóðfélagi. Þar mæt-
ast glæpamenn, skækjur, lögreglu-
menn og sveitaprestar í bróðerni, í
tákni hinnar fullkomnu mannelsku
organistans, hins algera skorts á sið-
íerðilegri vandlætingu.
Samband taó-hugtaksins við ís-
lenzka alþýðu, eins og það birtist
fyrst í Alþýðubókinni, kemur einna
greinilegast í ljós í Brekkukotscinnál
(1957). Þegar ferðagreinin um taó-
ismann, Þessir hlutir — eða tónlist
af streingjum, var endurprentuð í
Gjörníngabók (1959), þá var hún
með einkunnarorð eftir ömmu gömlu
í Brekkukotsannál: „Ég held nú að
þann saung sem við heyrum ekki hér
í Brekkukoti sækjum við ekki niðrá
Austurvöll, skepnan mín.“ Það er
sem sagt engin tilviljun. Þó að
Brekkukot sé rammíslenzkt hús, íbúar
þess rammíslenzkt fólk, þá leynir sér
ekki, að höfundurinn hefur séð það í
ljósi taóismans. Taó er að vísu ekki
nefnt, beinlínis, en nálægð þess er
auðfundin. í nítjánda kafla, Morgunn
eilífðar; endir, segir Álfgrímur frá
morgunverkunum með afa sínum:
„Þessir mornar þegar við vorum að
vitja um hrokkelsin á Skerjafirði, og
þeir voru í raun og veru allir einn og
sami morguninn: altíeinu eru þeir
liðnir. Stjörnur þeirra eru fölnaðar:
kínversku bókinni þinni lokað.“
Hvaða kínversk bók gæti það verið
— ef nokkur er — nema Bókin um
123