Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Blaðsíða 74
TÍMARIT MÁLS OG M ENNINGAR
way, hinn víðfrægi lærisveinn Gert-
rude Stein, bregður fyrir sig þessari
flóttatækni í sögunum fimmtán, sem
birtust í „In our times“. í örstuttum
innskotsköflum milli sagnanna er
brugðið upp hrikalegum atburðum
samtímans: styrjaldir, morð, pynd-
ingar, blóð, skelfing, grimmd, allt
þetta, sem nútímadulspekingum er
svo umhugað um að skýra sem „til-
gangsleysi sögunnar“ — og sjálfar
frásagnirnar eru að því er virðist tíð-
indasnauðir og innihaldslausir við-
burðir utan og handan við allt, sem
snertir heiminn, og þarna fyrir utan
og handan á manni að skiljast að sé
hin eiginlega tilvera. Það er greint
frá því með skáldlegum frásagnar-
fjálgleik, hvemig hinn einmana Nick
reisir tjald sitt. „Hann var kominn
undir þak. Ekkert gat framar sakað
hann. Þetta var góður tjaldstaður. Og
hann var hér á þessum góða stað ...
Úti var niðamyrkur. í tjaldinu var
bjartara.“ Að vissu leyti er þetta ekki
annað en tilbrigði af setningunni:
„Rósin er rósin er rósin er rósin ...“,
það er lífspeki þess, sem flúinn er frá
samfélaginu: reistu tjald þitt fjarri
heiminum, annað svarar ekki kostn-
aði. Heimurinn er myrkur. Skríddu í
tjaldið. Þar er bjartara.
Aðferð Hemingways er í samræmi
við mjög algengt fyrirbæri í hinum
síðborgaralega heimi: fólk flýr í hóp-
um, sérstaklega æskufólk, undan
vinnuleiðanum, undan tómleikatil-
finningunni, undan leiðindakennd-
inni, sem Baudelaire hafði þegar vik-
ið að í Ijóðum sínum, undan skyldun-
um við þjóðfélagið og frá hugmynda-
kerfum þess; undan öllu þessu flýr
það á drynjandi mótorhjólum í ys og
hraða, sem gleypir hverja tilfinningu
og hugsun, flýr burt frá umhverfi
samtíðarinnar, burt frá sjálfu sér útí
sunnudaginn ellegar sumarleyfið þar
sem tilgang lífsins er að finna. Heilar
kynslóðir hins kapítalíska heims flýja
sjálfar sig líkt og ógæfan væri á hæl-
um þeim, eins og skelfdar af aðsteðj-
andi veðragný, þær flýja til að reisa
á einhverjum ókunnum slóðum reik-
ult tjald sitt, þar sem er bjartara en
útí myrkrinu.
Útþurrkun félagslegs og mannlegs
inntaks í hinum firrtu listum og bók-
menntum er þeim mun háskalegri sem
samtímis kom fram á sjónarsviðið
upptökutæknin, sem hófst með hljóm-
plötunni og ljósmyndinni og leitt hef-
ur af sér risavaxinn skemmtanaiðnað,
sem sinnir þörfum mikils fjölda neyt-
enda. Alkunna er að mikill hluti hinn-
ar kapítalísku listframleiðslu fyrir
fjöldamarkað einkennist af skræl-
ingjahætti, andmennskum viðhorfum
og hrottalegri æsi- og yfirþyrmingar-
tækni; það veitti ekki af sérstakri bók
ef taka ætti til meðferðar þessa fram-
leiðslu og áhrif hennar. Tvennt vildi
ég þó einkum benda á: í fyrsta lagi
verða nokkuð margir hæfir listamenn
og rithöfundar til að móta fyrirmynd-
166