Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Side 27

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Side 27
PETER HALLBERG Litla bókin uin sálina og Halldór Laxness AÐ hefur oft verið litið á Halldór Kiljan Laxness aðallega sem á- deiluskáld, ekki sízt af löndum hans. Nafn hans hefur um langt skeið tákn- að baráttu á íslandi. Ræður hans, greinar og skáldsögur hafa neytt menn til að taka afstöðu — jákvæða eða neikvæða, eftir atvikum. Það væri erfitt að hugsa sér sögu íslend- inga í síðustu þrjátíu fjörutíu árin án Halldórs Laxness. Það er hætt við því, að þessi styr um nafn hans hafi skyggt á allt aðra hlið í fari hans og skáldskap. En það er sú hlið, sem ég hef kosið að tengja hér við hugtakið taó. Auðvitað á ég ekki við það, hvað taó eða taóismi er „í raun og veru“ — ef það væri þá á nokkurs manns færi að skilgreina það — heldur við taóismann eins og Hall- dór virðist hafa skilið þessa eldgömlu kínversku lífsskoðun og heimspeki. f grein uin taóismann, Þessir hlut- ir — eða tónlist af streingjum, sem Halldór samdi á ferðalagi sínu um Austurheim 1957, segist hann hafa „verið taóisti mestan hluta ævinnar“. Þó að það sé réttara að taka ekki slík- ar staðhæfingar of bókstaflega, þá er þessi fullyrðing ef til vill ekki mjög fjarri sanni. Annars staðar, í ritdómi árið 1942 um nýja íslenzka þýðingu á aðalriti taóismans, Bókinni um veg- inn, segist hann hafa kynnzt þeirri bók „sextán ára dreingur og unnað henni síðan,án þess nokkurn dag bæri skugga á þá ást“: „Meðan annað breyttist í hug og heimi voru töfrar hennar samir, og þó ég yrði hrifinn af öðrum bókum var eingri hægt að líkja við hana.“ Svipuð játning birt- ist mörgum árum áður í Alfrýðubók- inni (1929), í kaflanum Bœkur, þar sem Halldór segir frá ritum nokkrum, sem haft hafa óafmáanleg áhrif á hann: „Þá er að lokum ein sú hók, er ég met mest allra bóka um sálina, þótt ég skilji fæst sem í henni stendur, en það er litla bókin eftir gamla mann- inn.“ Og svo fylgir heillandi lítil saga um samningu Bókarinnar um veginn. Hvað taó-hugmyndin hefur verið Halldóri hugstæð, sézt einnig af því að hann hefur bæði fyrr og síðar dæmt um vissa menn út frá henni. f 119
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.