Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Blaðsíða 65

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Blaðsíða 65
LIST OG KAPÍTALISMI gon bók, sem er alls fjarri því að fjalla um stéttabaráttuna og segir: „Rétt er það, Philippe Sollers (höf- undurinn) er ungur borgari og eng- inn máhnbræðsluverkamaður. Fa- brice del Dongo og Fréderic Moreau voru ekki heldur félagar í verklýðs- hreyfingunni. Satt er það, að enn er til fólk, sem lætur sannfæringu sína aftra sér frá því að lesa „La Char- treuse de Parme“ (Stendhal) eða „L’Education Sentimentale“ (Flau- bert). Líklega kemur það yður á óvart, en þetta fólk á ekkert sameigin- legt tungumál með yður eða mér.“ Og Johannes R. Becher, sem fyrr- meir var expressjónisti segir: „Ég átti kost á því að verða Becher eða Benn, og Benn átti líka um þetta að velja. Við kusum að verða þetta, sem við erum orðnir. Ég á við, að Benn hafði jafna möguleika til að verða Becher og öfugt, sem þýðir þó engan veginn, að við hefðum getað skipt á persónuleikum í þeirri merkingu, að hvor um sig hefði orðið nákvæmlega eins og hinn er. Og hvað mig varðar, þá bjó ég yfir fullkomnum möguleika til að verða söngvari syndaflóðsins, heimsendis, söngvari „stórbrotinnar“ nihilískrar lífsskoðunar með örvænt- ingarópum í stíl við eldgos — skáld slíks feigðarsöngs, sem enginn hafði áður árætt eða látið sig dreyma um ...“ Og á öðrum stað: „... en val Benns er ekki einungis mistök hans eins. Það er einnig okkar mistök. Við skildum skáldið eftir á krossgötum, meira að segj a rákum hann lengra inn í tómið með því að afstaða okkar til hinnar miklu skáldgáfu hans var oft og einatt fáránleg.“ Hér hefur verið vitnað til Aragons og Bechers því til stuðnings, að vandamál úrkynjunarinnar er engan veginn eins einfalt og margir halda, að stefnur eins og expressjónismi, fú- túrismi og surrealismi, sem eru í óve- fengjanlegum tengslum við hnignun borgarastéttarinnar, búa samt yfir innri andstæðum og uppreisnarhættir þeirra fela í sér möguleika til bylting- arsinnaðrar afstöðu. Ef við lítum yfir list og bókmenntir hins síðborgaralega heims, verða fyr- ir okkur sameiginleg grundvallarein- kenni í þessari „marglitu ringulreið“; mér virðast þessi mikilvægust: nihil- ismi, mannlæging, sundurbútun, dul- gerfing og flótti frá þjóðfélaginu á náðir blekkingarinnar um „hreina verund“, þrá eftir samfélagi, „ein- ingu“, sem oftast er flutt aftur í forn- eskju og goösagnir. Nihiliaminn Nietzsche, sem var manna dómbær- astur á hnignun skildi að nihilism- inn var þar meginþáttur. Hann boð- aði „uppkomu nihilismans“: „011 hin evrópska menning okkar hefur lengi engzt í kvöl og spennu, sem vex með hverjum áratug, og ókyrr, ofsa- fengin, óðagotsleg hefur hún eins og 157
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.