Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Blaðsíða 8

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Blaðsíða 8
ÞJ ÓÐFRELSISBARÁTTA OG SÓSÍALISMI af þeim einstöku, dæmum sem tiltæk eru. 1960 voru birtar nokkrar tölur í þessu tímariti (bls. 399) sem sýna þann ofsagróða sem auðfélögin hafa dregið til sín frá Kongó: Á tíu árum (1946—1956) jókst höfuðstóll Náma- félagsins úr einum milljarð belgískra franka upp í átta, án þess nokkur ný hlutabréf væru gefin út. — Banda- rísk auðfyrirtæki (olíufélög) hafa fjárfest 3000 milljónir dollara í Vene- zuela; á einu ári, 1958, nam ágóði þeirra 1200 milljónum dollara. (Sbr. grein Jóns Guðnasonar um rómönsku Ameríku í þessu tímariti 1961).Varð- andi þá staðhæfingu að arðrán auðfé- laga í nýlendunum hafi minnkað á síðustu árum er fróðlegt að minnast þess að 1945 greiddu námafélögin í Mið-Afríkusambandinu 25% af brúttótekjum í laun til afrískra verka- manna, en 1956 aðeins 8%. En tölur um beinan gróða auðfé- laga segja aðeins nokkurn hluta sann- leikans. Arðránið þekkir ótal aðrar leiðir. Ein leiðin, sem vér íslendingar könnumst vel við, er það misræmi í verðlagi sem hin voldugu auðvalds- ríki með Bandaríkin í broddi fylking- ar knýja fram sjálfum sér í hag og „þriðja heiminum“ til bölvunar: iðnaðarvörur eru fluttar út á háu verði sem tryggir mikinn gróða, hrá- efni og hálfunnar vörur eru fluttar inn á svo lágu verði að framleiðendur fá vart greiddan kostnaðinn við fram- leiðsluna. Þetta eru tilbúin verðhlut- föll, bakvið þau stendur ofbeldið. Vér munum sjá að með þessu móti til dæmis hafa Bandaríkin eyðilagt efna- hag rómönsku Ameríku eftir stríðið. Sú saga sem gerzt hefur á íslandi síð- an í stríðslok á efnahagslegar rætur að rekja til ekki ósvipaðra aðstæðna. Efnahagsaðstoð hinna vestrænu stór- velda við fátæk ríki birtist í alveg nýju ljósi þegar þess er gætt að á ár- unum eftir 1957 nam tap hins „þriðja heims“ í heild vegna verðhrunsins á heimsmarkaðnum álíka hárri upphæð og honum var veitt í aðstoð frá kapí- talistískum ríkjum. Ekki væri að furða, þegar þessi saga er höfð í huga, þó að nýlendur, hálfnýlendur og öll þau lönd sem heimsveldin hafa haft eitthvert tang- arhald á, væru tortryggin gagnvart því jafnrétti sem þeim er nú boðið. — En að vísu er öllum heimilt að gera yfirbót, og ef fullyrðingar kapítalism- ans um breytt hugarfar eru réttar, þá er tortryggni hins „þriðja heims“ óþörf, — enda mun hún þá vitaskuld brátt eyðast af sjálfri sér. Það er þó varla við því að búast að loforðið um að kúgun og arðrán nýlendna og hálf- nýlendna muni afnumin á morgun, sé til þess fallið út af fyrir sig, og fyrir- fram, að eyða tortryggninni, heldur er von að farið sé fram á áþreifanleg- ar sannanir. Það er að segja: spurn- ingin sem lögð verður fyrir heims- veldin er óhjákvæmilega sú, hvort hið breytta hugarfar, jafnréttið og göfug- 102
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.