Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Blaðsíða 88

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Blaðsíða 88
Umsagnir um bækur Gunnar Benediktsson: Sagnameistarinn Sturla Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins. Rvík 1961. Bækur eiga sér oft langa og athyglis- verða sögu, áður en þær koma fyrir sjónir almennings. Það er sköpunarsaga þeirra, hvemig þær áformast og verða til um hug og hönd höfundanna og af hverjum rökum þær eru runnar. í inngangsorðum þessarar bókar gerir höfundurinn, Gunnar Benediktsson rithöfundur, fróðlega grein fyrir tilurð hennar. Frumræturnar má rekja til stjórnmálaþróunarinnar á landi hér á fimmta tug þessarar aldar, sem leiddi til þess, að íslendingar sögðu skilið við hug- sjón sína um ævarandi hlutleysi gagnvart öðrum ríkjum og játuðust í hernaðarbanda- lag voldugra stríðsþjóða. Þetta gerðist með inngöngu íslands í hið hergrimma Atlants- hafsbandalag 1949, — aðeins 5 árum eftir að sjálfstæðisbarátta þjóðarinnar var end- anlega til lykta leidd með stofnun lýðveldis hins nýja á íslandi. Þessi framvinda sög- unnar var svo fjarri því sem flestir þjóð- ræknir íslendingar höfðu látið sér til hugar koma, að sárum vonbrigðum olli. Mörguin varð hugsað til atburða Sturlungaaldar, er þjóðin missti sjálfstæði sitt og frelsi og höfðingjar hennar létu vélast undir yfirráð erlends konungs. Höfundur þessarar bókar lét ekki sitja við þá hugsun eina. Hann tók til starfa. Fyrst rannsakaði hann rækilega samtíðarsögu hins örlagaríka áratugar 1940 —1949 og birti um það efni minnisvert rit, Saga þín er saga vor (1952), þar sem hann sýnir fram á, hvernig forustumenn þjóðar- innar láta hver af öðrum teygja sig nauð- uga eða viljuga til þjónkunar við óíslenzk sjónarmið og erlenda hagsmuni. Því næst sneri hann sér að því að rannsaka heimild- irnar um Sturlungaöld til þess að freista þess að rekja orsakimar að því, er íslend- ingar misstu frelsi sitt 1262, og finna sögu- legar hliðstæður við þá óheillaþróun í utan- ríkismálum þjóðarinnar, sem einkennir samtímann. Um þetta fjallaði næsta rit höf- undar, ísland hejur jarl (1954), þar sem hann gerir allrækileg skil helztu höfðingj- um Sturlungaaldar, sem eru einkum bendl- aðir við konungsþjónustu: Snorra Sturlu- syni, Sturlu Sighvatssyni, Þórði kakala, Þorgilsi skarða og Gizuri Þorvaldssyni. 011- um þeim reyndist hið erlenda vald yfir- sterkara, þótt sumir þeirra ætluðu annað. Með þessu síðastnefnda riti hafði Gunn- ar Benediktsson lokið því verki, sem hann hafði í upphafi ætlað sér að vinna. En nú var áhugi hans á Sturlungaöldinni orðinn meiri en svo, að hann léti hér staðar numið. Ilann taldi sig þurfa að gera mesta rithöf- undi aldarinnar betri skil, hinum óumdeilda ritsnillingi, en umdeilda höfðingja Snorra Sturlusyni. Árangurinn af athugunum hans á því veglega viðfangsefni var bókin Snorri skáld í Reykholti (1957). Rekur hann þar eigi aðeins samtíðarheimildir um Snorra, heldur umsagnir og dóma síðari tíma inanna um hann og kemst m. a. að þeirri niðurstöðu, að Snorri hafi sætt röngum og ósanngjörnum dómum hjá ýmsum seinni 180
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.