Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Blaðsíða 90

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Blaðsíða 90
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR valdsson, koraust harla nærri því marki, en ]>eim reyndist báðum of satt það, er Arin- björn hersir kvað, að „konungsgarður er rúmur inngangs, en þröngur hrottfarar". Þvf brugðust Sturlu líka þær vonir, sem iiann ól í brjósti um voldugan innlendan höfðingja, sem léti landsmenn njóta friðar og íslenzkra laga í skjóli hins forna þjóð- veidis. Sturla Þórðarson var eitt af höfuðskáld- um sinnar tíðar, auk þess sem liann var hinn afkastamesti sagnaritari. Þeim þætti í Iífi og starfi Sturlu gerir höfundur góð skil í síðasta kafla bókarinnar. Greinir hann þá í milli rita þeirra, sem Sturia hefir með vissu ritað og hinna, sem honum hafa verið eignuð með meiri eða niinni iíkum. Sjálfur dregur höfundur fram nýjar athuganir, sem hann byggir m. a. á stíl Sturlu og frásagnar- hætti. Hefir hann kynnt sér vandlega flest það, seril um þetta efni hefir verið ritað. Þó verður þess ekki vart, að hann hafi kynnt sér ritgerð Sigurðar Nordals: Sturla Þórðarson og Grettis saga í Studia Island- ica, 4. hefti (1938), þar sem færðar eru sterkar líkur fyrir því, að Sturla sé frum- höfundur sögunnar. Tel eg víst, að höfund- ur hefði fært sér ritgerð þá í nyt, ef hann hefði þekkt hana. Eg vil þakka Gunnari Benediktssyni fyrir þessa fróðlegu og vel rituðu hók og Ijúka þessum hugleiðingum með orðum höfund- arins sjálfs um Sturlu Þórðarson: „Persónu þessari hef eg kynnzt í leit að öðrum per- sónum í ritum hans. Og það er ein hin sér- kennilegasta persóna, sem eg hef kynnzt, hið fjölbreytilegasta sambland af hetjulund og lítilþægni, djúphygli og hjátrú, þurri fræðimennsku og dramatísku hugmynda- flugi og ritsnilld. Tiigangur þessa rits er að beina öðmm á leið til hinna sömu kynna.“ , A páskum 1962. GuSni Jónsson. Kristján Albertsson: Hannes Hafstein Ævisaga. Fyrra bindi. Almenna Bókafélagið 1961. Saga Hannesar Hafstein bregður ljósi á haráttu fátækrar og frumstæðrar þjóð- ar fyrir auknu stjórnarfarslegu frelsi og lokaáfanga á langri leið. Um ieið og margir þættir á þjóðmálasviðinu verða raktir í slíkri persónusögu, er þó í forgrunni fram- ar öðru lífssaga glæsilegs fulitrúa aldamót- anna, sem sameinar í eðli sínu og athöfn hvorttveggja í senn áratuga frelsisþrá ís- lenzkrar þjóðar sem og framfarahug bjart- sýnnar kynslóðar á fyrirheitaríkri þróunar- braut borgaralegra þjóðfélagshátta. Þar var arfur Jóns Sigurðssonar frá liðinni öld bor- inn fram í órofa tengslum við kröfur nýs tíma. Enginn íslenzkur maður hefur raun- vemlega tjáð þessa nýju lífsskoðun af jafn innilegum þrótti og Ilannes Hafstein f alda- mótaljóðum sínum. Allt atgjörvi þessa manns, er hann geysist fram á vettvang þjóðlífsins, albúinn að hlýða kalli landa sinna um landsforræði, undireins og það hærist, stingur að vissu leyti í stúf við það, sem fyrir var, og boðar á margan hátt inn- reið nýja tímans á íslandi. Síðan verða það Hannes Hafstein og þeir, er i kjölfar hans fylgja, sem leggja homstein þess þjóð- félags, er við búum við í dag, þótt engan veginn verði þeir sakaðir um þá þróun, sem síðar hefur orðið. í hugum þeirra manna núlifandi, er muna Hannes Hafstein, lifir myndin af glæsilegasta fulltrúa þjóðarinnar á þessari iild, — hinn íslenzki tignarmaður par excel- lence. Manni skilst, að hann hafi verið hug- sjóna- og framkvæmdamaðurinn, sem bar af öllum öðrum, sá er flest skilyrði hafði til að hrinda þjóðinni lengst áleiðis, þótt síðar sannaðist hið fornkveðna, að sitt hvað er 182
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.