Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Blaðsíða 32
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
veginn? Á svipaðan hátt kemst Álf-
grímur að orði í lok kaflans; en eins
og kunnugt er, er sagan í heild sinni
lögð honum í munn: „Allar ráðagerð-
ir mínar um eilíft líf í Brekkukoti
voru að aungu gerðar. Gleði mín af
tilverunni var rofin. Kínamúrinn þar
sem ég sjálfur var Sonur himins, hann
var brotinn.” Ætli þessi Kínamúr sé
ekki líka í einhverju sambandi við
hina kínversku bók?
í sögulok segir frá því, hvernig Álf-
grímur gengur sem nýorðinn stúdent
með afa sínum og ömmu í síðasta sinn
„útum krosshliðið í Brekkukoti þar
sem skilur tvo heima“. Það er enginn
innantómur talsháttur á þessum stað.
Brekkukot er vissulega heimur hand-
an við heiminn, alveg eins og kotið
undir jöklinum í Fegurð himinsins
eða hús organistans í AtómstöSinni.
Þar ríkir annar andi, annað andrúms-
loft heldur en umhverfis. Hvernig er
sá andi, hvemig eru þær manneskjur,
sem Ijá honum rödd og hold?
Það eru fyrst og fremst húsráðend-
urnir, „afi“ Álfgríms og „amma“,
sem setja svip sinn á Brekkukot.
Amma er fjörgömul kona, samt er
það hún sem heldur öllu saman:
„aldrei dó í hlóðunum hjá henni þá
tíð sem ég var sonur þeirra afa míns
og ömmu“. Henni er líkt við „hjarta
hússins“, og „mætti segja um hana
svipað og heilbrigð hjörtu yfirleitt,
að hver sem slíkt hjarta ber í brjósti
veit ekki til hann hafi hjarta“. Hún er
svo samgróin þessu húsi, að Álfgrím-
ur er orðinn stálpaður, áður en það
rennur upp fyrir honum, „að kannski
hefði hún átt ævisögu einsog annað
fólk“. Hún er af þeirri manngerð, er
vinnur verk sín á heimilinu svo lítið
ber á — „án erfiðismuna“ og sýndar-
mennsku — og veitir öllu umhverfi
sínu öryggi. Jafnvel húsbóndalaus
hundur og flækingsköttur hænast að
henni skilyrðislaust, af því að hún er
öllum kvikindum góð, og þó án til-
finningasemi í orði eða framkomu.
Kýrin virðist í augum hennar vera
hálfheilög skepna, alveg eins og kýrin
á heimili Bjarts í Sumarhúsum í aug-
um barna hans og húsfreyju. Yfirleitt
getur þetta innilega samband manna
og dýra minnt á heim æfintýra eða
goðsagna. Jafnvel hversdagslegt sam-
tal milli ömmu og annarrar konu get-
ur í eyrum Álfgríms tekið á sig nokk-
urs konar dulræn einkenni og hljóð-
að „einsog sláttur í dufli fyrir utan
Eingey; eða einsog fiðla norður á
Lánganesi“.
Afi og amma í Brekkukoti eiga það
sammerkt við gömlu hjónin úr Rín-
arlöndum í Alþýðubókinni eða í kot-
inu undir jöklinum í Fegurð himins-
ins, að eining þeirra og tryggð hvort
við annað er fullkomin. Þegar Álf-
grímur horfir á eftir þeim af þilfari
skipsins í sögulok, sér hann hvar þau
leiðast heim á leið: „Þau héldu hvorl
í annars hönd einsog börn.“ Áhrif
þeirra á Álfgrím eru einnig mjög
124