Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Blaðsíða 35
HTLA BÓKIN UM SÁLINA OG HALLDÓR LAXNESS
saklausu hjali okkar. Það er að vísu
hvorki lútersguð né páfaguð; og því
síður jesúguð, þó sá kunni að vera
tíðnejndastur í fyrirskipuðu lesi
prestsins; og ekki heldur þeir Þór,
Óðinn og Freyr; jafnvel ekki sjálfur
graðhesturinn, einsog þeir halda fyr-
ir sunnan. Okkar guð er það sem eft-
ir er þegar öll guð hafa verið talin og
sagt nei, ekki hann, ekki hann.
Síðasta setningin í þessari tilvitnun
minnir mjög á það, hvernig Hið Eina
er skilgreint í taóismanum eða guð-
dómurinn samkvæmt dulspekinni —
með eintómum neitunum. Það virð-
ist vera grundvallarhugmynd hjá
Halldóri, að trúar- eða siðferðiskenn-
ingar séu yfirleitt alger formsatriði,
sem breyta ekki eðli manna, gera þá
hvorki betri né verri — og þó freke’-
verri, þar sem truarofstæki er á móti
öllum mannúðarhugsjónum. Með
þeim eiginleikum sem bera vott um
„menníngu hjartans“, og hann dáði
hjá ömmu sinni, er einnig „afskifta-
leysi af trúmálum“. Halldór lítur á
taóismann sem neikvæða stefnu í
þessum efnum. í ritdómi þeim, sem
ég hef visað til oftar en einu sinni,
vitnar hann í eftirfarandi ummæli eft-
ir kínverska heimspekinginn Lin Yii
Tang:
Taóisminn táknar í frœðum sínum
og jramkvœmd sérstaka tegund af
kæríngarlausum rónahætti, ruglandi
og eyðandi efasemdastefnu, hlær
spottandi að öllum mannlegum fyrir-
tœkjum og mishepnan allra mann-
legra stofnana, að lögum, landstjórn
og hjúskap, og hefur yfirleitt illan
bifur á öllum hugsjónum, þó meir
fyrir trúleysis sakir en þróttleysis.
Nokkurs konar „efasemdastefna“,
eða hlutleysi, eða blygðunarsemi,
mótar einnig tal manna í Brekkukoti.
Orð sem lýsa tilfinningum beint, eins
og ást, kœrleiki og fleiri, orka í þessu
umhverfi sem „klám eða annað
blygðunarlaust geip“. Orðið harn-
ingja þekkir Alfgrímur litli ekki nema
úr „munni brjálaðrar konu sem kom-
ið var fyrir á miðloftinu hjá okkur
um stundarsakir“. „í Brekkukoti var
sérhvert orð dýrt, litlu orðin líka.“
Orðin eru meira að segja „of dýr til
þess að nota þau — af því þau þýddu
eitthvað; okkar tal var einsog óverð-
bólgnir peníngar“. Þetta virðist hafa
verið Halldóri einkar hugstætt efni á
síðari árum — og ekki að ástæðu-
lausu, þar sem það kemur mjög við
afstöðu hans sem rithöfundar. í
blaðaviðtali fyrir hálfu ári síðan,
Perlurnar falla (Sunnudagsblaðið 8.
okt. 1961), beitir hann háði sínu orð
og hugtök eins og ást, lukka, sál,
þroski — „þessi fornfálegu, hálfúldnu
orðatiltæki eða gamalt uppgjafaorða-
lag frá ýmsum liðnum menningar-
tímabilum —.. Eg held það sé hvergi
minnzt á lukku í fornsögunum“.
Óbeit skáldsins á opinni tjáningu
127