Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Blaðsíða 5
SIGFÚS DAÐASON
Þjóðfrelsisbarátta og sósíalismi
1
ormælendur nýlenduvelda nota
nú hvert tækifæri sem þeim gefst
til að lýsa yfir ást sinni á nýlendu-
þjóðum og vilja sínum til að stuðla
að frelsi þeirra. Og Bandaríkin, sem
ekki teljast til nýlenduvelda, eiga
enga ósk heitari en efla fullveldi og
efnahag allra hinna svokölluðu „van-
þróuðu landa“, — hins „þriðja
heims“, bæði þeirra sem eru þessi
árin að öðlast fullveldi og hinna sem
lengur hafa notið þess. Kapítalisminn
býðst til að vera hinn mikli velgjör-
ari þessara ríkja, og sanngirni heims-
veldanna er orðin svo mikil að þau
þvertaka ekki lengur alveg fyrir að
þau hafi áður fyrr kúgað nýlendu-
þjóðir, rænt þær og misþyrmt þeim.
En nú eru slíkar aðferðir úr sögunni
fyrir fullt og allt, segja forustumenn
þeirra, nú byggjast samskipti hinna
kapítalistísku stórvelda við fyrrver-
andi og núverandi nýlendur á jafn-
rétti fyrst og á göfuglyndi í annan
stað.
Væri ekki eðlilegt að þessi hjálpar-
þurfa lönd tækju slíkri rausn með ein-
beru þakklæti, hændust að velunnur-
um sínum, álitu sjálfum sér hollast að
fara að ráðum hinna voldugu ósér-
plægnu vina, og tækju sér til fyrir-
myndar þjóðfélagshætti sinna fyrri
drottnara? Frá sjónarmiði hinna síð-
arnefndu ætti það ekki að orka tví-
mælis, þar eð a) kapítalisminn er
beinasta leiðin til velmegunar, b)
kapítalisminn byggist ekki lengur á
nýlendukúgun og aðstoð hans við
hinar fyrrverandi nýlendur ber ekki í
sér neina hættu á arðráni.1 Slíkur er
nú boðskapur vestrænna heimsvelda
til fátækra þjóða með frumstæða at-
vinnuhætti.
Svo undarlegir eru samt vegir sög-
1 Forvígismenn hinna gömlu nýlendu-
velda viðurkenna auðvitað ekki berum orð-
um að yfirráð þeirra yfir nýlendunum hafi
komið fram sem kúgun og rán; þvert á
móti er þeim trúarsetning að þau hafi fyrst
og frerast stuðlað að framförum nýlendn-
anna og „leitt þær til sjálfstæðis"; en í
varnarstöðu viðurkenna þeir stundum
óbeint sannleikann, með því til dæmis að
segja að nú á dögum sé engin hætta á ný-
lendukúgun. Hinsvegar eru Bandaríkja-
menn ófeimnir við að tala um glæpi ný-
lenduveldanna.
99