Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Síða 100
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Ég vil mega segja, að meginvankantar
smásagna Friðjóns Stefánssonar séu fólgnir
í hæpnum rithætti af þessu tagi. Röng eða
óviðkunnanleg meðferð sagna skýtur upp
kolli („Síðan urffu þau gift ...“), auk þess
sem upprifjunarstíll hans grundvallast mjög
á þáliðinni tíð, síendurtekinni („... Að
vísu hafði ég ekki fengið bréf ...“; „Ég
hafffi verið að ganga frá dótinu ...“), sem
er í senn hvimleitt og viðvaningslegt ein-
kenni frásagnar til lengdar, hvortheldur er
í ræðu eða riti, ef því er beitt í ótíma.
Að þessu slepptu — og öðru sem ábóta-
vant kann að vera reisn málsins — eru þetta
mjög athyglisverðar myndir úr lífi alþýðu-
fólks, ég sagði áðan baráttusögur, og það
eru þær hvað snertir að liðin atvik, tilvilj-
anir eða örlög, eru forsenda þess sem gerist
þegar höf. leiðir saman persónurnar. Þetta
er að jafnaði innri barátta, vettvangurinn
andlegur, stundum heimspekilegt og sál-
fræðilegt uppgjör manna við lífið og sjálfa
sig. í sögum eins og „Samtíðaráhrif" og
„Trúnaðarmál" hættir hann sér út á nokk-
uð hálan ís, og tal manna verður fræðibók-
arlegt, en þó er ekki hægt að segja að hon-
um verði fótaskortur.
Við allar þessar sögur er eitthvað ágætt
og að loknum lestri minnisstætt, hverja og
eina, eitthvað sem skiptir öllu máli til að
lesandinn meti þær. Óheppilegu og jafnvel
fábreyttu orðfæri tekst ekki að skyggja á
það. Því að eitt er það sem höf. kann: hann
hefur á valdi sínu að byggja upp smásögu á
listrænan hátt, og á þetta einkum við um
stytztu sögurnar. Ég nefni sem dæmi „Fjög-
ur augu“ og „Samlíkingu við saltfisk", en
hin síðarnefnda er að minni hyggju bezt
skrifaða sagan í bókinni (t. d. nokkurnveg-
inn laus við þáliðna-stílinn), raunsönn,
hnitmiðuð, gersneydd væmni. Og það má
með sanni telja sögum Friðjóns til gildis,
yfirleitt, að þær eru ekki væmnar, honum
hættir ekki til óþarfa málalenginga, en ber
ágætt skyn á það sem segja þarf — eða
sleppa.
„I ljósaskiptum" er að líkindum nokkuð
heppilega valið safn úr smásögum Friðjóns,
ef ekki sem úrval, þá sem sýnishorn, þver-
skurðarmynd af framleiðslu hans til þessa.
Ég vona samt ég geri ekki að ástæðulausu
of lítið úr þessari bók þótt ég segi það grun
minn, að Friðjón Stefánsson eigi enn fyrir
höndum að skrifa sínar beztu sögur.
Elías Mar.
192