Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Blaðsíða 57

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Blaðsíða 57
ERNST FISCHER List og kapítalismi Natúraliiminn NATÚRALISMANUM eru mótmælin og uppreisnin enn eindregnari en í impressjónismanum, en samt hefur hann einnig til að bera svipaða klofn- ingu og innri mótsagnir. Zola mótaði fyrstur manna hugtakið „natúral- ismi“ um sérstakt, róttækt fyrirbrigði realismans, og vildi með því afmarka og greina þessa nýju stefnu frá hvers- konar heiðvirðum tréhausum, sem töldu bókmenntaframleiðslu sína „realíska". Eiginlegur frumherji natúralismans er þó Flaubert, sem ruddi hinni nýju stefnu braut með sögu sinni „Madame Bovary“. „Flau- bert“, segir Zola, „hefur í bókmennt- unum leitt til sigurs hina ósviknu og sönnu frásögn, sem veröldin beið eft- ir. í „Madame Bovary“ er slíkur skýr- leiki, þessháttar fullkomleiki, sem gerir verkið að imynd, óbrotgjarnri fyrirmvnd þessarar liststefnu". Það er næstum undravert að Flaubert, sem unni fegurðinni líkt og Baude- laire og var mesta hugraun að við- fangsefni sögu sinnar, skuli lýsa þess- um dapurlega og sljóa veruleika smá- Upphaf ritgerðarinnar birtist í síðasta hefti. borgaraskaparins í dreifbýlinu af því- líkri nákvæmni og listrænni fórnfýsi. í „hluttekningarleysi“ hans var þó að verki sama hatrið á hversdagsleikan- um, heimskunni og niðurlægingunni í hinum borgaralega heimi, sem knúði Baudelaire til að halda dóms- dag yfir ljótleika og vesöld í tignar- fögrum Ijóðum. Flaubert skrifar í bréfi til George Sand, að listamaður hafi engan rétt til að „láta í ljós skoð- anir sínar á neinu, hvað svo sem það er. Hefur Guð Almáttugur nokkum- tíma sagt meiningu sína? ... Ég held að mikil list sé vísindaleg og óper- sónuleg ... Ég hirði ekki um ást eða hatur, meðaumkun eða reiði ... Er ekki kominn tími til að veita réttlæt- inu inní listina? Hlutlaus lýsing mundi verða tignarleg eins og lög- mál“. Þetta sem lítur út eins og hlut- leysi er þó óslökkvandi hatur á borg- aralegu þjóðfélagi í heild sinni, aftur- haldssemi þess og lýðræði, kramara- stétt jafnt og öreigum, öllum þjóðfé- lagsöflum samtíðarinnar. Af þessu leiddi algjöra örvæntingu um mann- inn, um mannkynið. „Óumbreytan- 149
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.