Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Síða 57
ERNST FISCHER
List og kapítalismi
Natúraliiminn
NATÚRALISMANUM eru mótmælin
og uppreisnin enn eindregnari en
í impressjónismanum, en samt hefur
hann einnig til að bera svipaða klofn-
ingu og innri mótsagnir. Zola mótaði
fyrstur manna hugtakið „natúral-
ismi“ um sérstakt, róttækt fyrirbrigði
realismans, og vildi með því afmarka
og greina þessa nýju stefnu frá hvers-
konar heiðvirðum tréhausum, sem
töldu bókmenntaframleiðslu sína
„realíska". Eiginlegur frumherji
natúralismans er þó Flaubert, sem
ruddi hinni nýju stefnu braut með
sögu sinni „Madame Bovary“. „Flau-
bert“, segir Zola, „hefur í bókmennt-
unum leitt til sigurs hina ósviknu og
sönnu frásögn, sem veröldin beið eft-
ir. í „Madame Bovary“ er slíkur skýr-
leiki, þessháttar fullkomleiki, sem
gerir verkið að imynd, óbrotgjarnri
fyrirmvnd þessarar liststefnu". Það
er næstum undravert að Flaubert,
sem unni fegurðinni líkt og Baude-
laire og var mesta hugraun að við-
fangsefni sögu sinnar, skuli lýsa þess-
um dapurlega og sljóa veruleika smá-
Upphaf ritgerðarinnar birtist í síðasta hefti.
borgaraskaparins í dreifbýlinu af því-
líkri nákvæmni og listrænni fórnfýsi.
í „hluttekningarleysi“ hans var þó að
verki sama hatrið á hversdagsleikan-
um, heimskunni og niðurlægingunni
í hinum borgaralega heimi, sem
knúði Baudelaire til að halda dóms-
dag yfir ljótleika og vesöld í tignar-
fögrum Ijóðum. Flaubert skrifar í
bréfi til George Sand, að listamaður
hafi engan rétt til að „láta í ljós skoð-
anir sínar á neinu, hvað svo sem það
er. Hefur Guð Almáttugur nokkum-
tíma sagt meiningu sína? ... Ég held
að mikil list sé vísindaleg og óper-
sónuleg ... Ég hirði ekki um ást eða
hatur, meðaumkun eða reiði ... Er
ekki kominn tími til að veita réttlæt-
inu inní listina? Hlutlaus lýsing
mundi verða tignarleg eins og lög-
mál“. Þetta sem lítur út eins og hlut-
leysi er þó óslökkvandi hatur á borg-
aralegu þjóðfélagi í heild sinni, aftur-
haldssemi þess og lýðræði, kramara-
stétt jafnt og öreigum, öllum þjóðfé-
lagsöflum samtíðarinnar. Af þessu
leiddi algjöra örvæntingu um mann-
inn, um mannkynið. „Óumbreytan-
149