Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Side 7
ÞJÓÐFRELSISBARÁTTA OG SÓSÍALISMI
til Ameríku, en þær varast að geta
þess að sjálft efnahagsskipulag vest-
rænnar siðmenningar á 19. öld fól í
sér æ meir sem lengra leið löggild-
ingu á þrælkun mikils hluta mann-
kynsins.
Enginn getur skilið þá sögu sem nú
er að gerast í heiminum ef ímyndun-
arafl hans er ekki fært um að bregða
upp mynd af þeirri þrælkun sem ný-
lenduveldin hófu í lok miðalda, og
fjármagn evrópskrar borgarastéttar
gerði að altæku og rígföstu kerfi á
seinni hluta 19. aldar. Þá var örbirgð-
in sem kapítalisminn hafði nærzt á
flutt út að nokkru leyti til nýlendn-
anna. Hið stéttarlega arðrán heima-
fyrir var að nokkru leyti leyst af
hólmi með arðráni þjóðar á þjóð: ný-
lenduþjóðimar í heild urðu að alls-
herjaröreigastétt, sem hægt var að
keyra áfram án þess að mannúðin
tefði fyrir; og ágóðann af þessu
skipulagi mátti nota til að múta æ
stærri hluta heimaþjóðanna, efla
„miðstéttirnar“, sem voru hin örugg-
asta vörn gegn byltingu. „Frelsið"
varð almennara, jafnvel kosningar-
réttur fór smámsaman, hægt og hægt,
að verða almennur, að sama skapi og
æ stærri hluta almennings var talin
trú um að hann ætti sameiginlega
hagsmuni með stórauðmagninu, sem
fólust í arðráni og kúgun nýlendu-
þjóðanna. Stéttabaráttuna tókst sums-
staðar að slæva með því að gera álit-
legan hluta verkalýðsstéttarinnar að
sníkjudýrum hinnar útfluttu örbirgð-
ar.
En heimsvaldastefnan hafði fleiri
aðferðir til að hneppa heiminn í þræl-
dómsfjötra en nýlenduskipulagið
sjálft í þröngum skilningi. Onnur að-
alaðferð hennar fólst í því að gera
formlega sjálfstæð ríki að efnahags-
legum nýlendum. Um leið og heims-
veldin leggja undir sig hvern skika af
Afríku á seinni hluta 19. aldar verð-
ur Kína að efnahagslegri hjálendu
þeirra, Suður-Ameríka verður smám-
saman aðhjálendu Bandaríkjanna, og
jafnvel Rússaveldi var ekki langt frá
því að fylla þennan flokk hálfný-
lendna fram að byltingunni. Þessa
aðra aðferð heimsvaldastefnunnar,
hina dulbúnu nýlendukúgun, er sér-
lega mikilvægt að hafa í huga nú á
tímum. Hún hefur verið framin undir
kjörorðum frelsis og frjálsra við-
skipta; Bandaríkin hafa til dæmis
aldrei litið á sig sem nýlenduveldi
enda þótt sú aðstaða sem þeir nutu í
rómönsku Ameríku væri ekki ýkja
frábrugðin aðstöðu Breta eða Frakka
í sínum nýlendum.
Sá gróði sem streymt hefur frá hin-
um þrælkuðu þjóðum til þrælahald-
aranna þau 70 til 80 ár sem heims-
valdaskipulagið var í algleymingi
verður seint með tölum talinn. Og um
hann verður sjálfsagt alltaf mjög erf-
itt að fá nokkurt heildaryfirlit. Helzta
ráðið til að gera sér einhverja hug-
mynd um hann er að draga ályktanir
101