Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Blaðsíða 61

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Blaðsíða 61
LIST OG KAPÍTALISMI þess þó að þeir komist til botns í þess- um heimi og skynji tilkomu og vöxt þeirra nýju afla, sem undirbúa sósíal- ismann. Þessi einskorðun við molana, brotaverkið með öllu þess tilgangs- leysi hlaut að kalla á symbólisma og dulhyggju, þrá eftir því að finna ein- hverja leynda heild, tilgang lífsins á bakvið hlutina og handan við þjóðfé- lagsveruleikann — nema því aðeins natúralistinn stigi skrefið fram til sósíalisma. Psychologisminn Einn votturinn um flóttann til smá- munanna, brotaverksins, hins „innra lífs“ einstaklingsins, er sjálfspeglun hinnar ranghverfu söguhetju natúral- ismans, sem er ofurseld umhverfinu og vonarsnauðu aðgerðarleysi — það er að segja psychologisminn. Satt er það að vísu, að allir meiriháttar rit- höfundar borgarastéttarinnar hafa beint athygli sinni að sálarlífinu, hin- um innri þróunarlögmálum persónu- leikans — því án sálkönnunar væri enginn vegur að lýsa fólki í flóknum þjóðfélagslegum aðstæðum. Bók- menntum hinnar rísandi borgarastétt- ar varð þó sálarlífslýsingin aldrei neitt markmið í sjálfri sér; heldur er fólki valinn staður í mikilvægri at- burðarás og þessi atburðarás knýr það til afstöðu, sem auðkennir hvern og einn. Persónuleikinn kemur í ljós og sannar gildi sitt í hinum eðlislægu innri árekstrum borgaralegs samfé- lags og þeim athöfnum, sem af þeim kvikna. Það eru aðstæður persónunn- ar á þeirri stundu, er hún verður að taka afstöðu, athöfn hennar og við- brögðin við umhverfinu, sem lýsa henni og skilgreina hana. Greiningin er ekki gerð af athugandanum ellegar með einhverju „eintali sálarinnar“ heldur er ávöxtur af hlutlægum að- stæðum, sem hetja sögunnar eða leiksins bregzt við jafnframt því sem þessi viðbrögð fela í sér djúpstæðar og ósviknar andstæður viðkomandi tímabils. Á hnignunarskeiði kapítalismans kemur fram í bókmenntunum psycho- logismi af öðrum toga. Aðgerðarleys- ið sækir æ fastar að manninum og hann er ofurliði borinn af hlutunum. Þetta bægir athöfnunum æ meir burt úr verkunum. Ranghverfri söguhetj- unni er svo að kalla slengt upp á dívan og sál hennar krufin og greind. í þessari greiningu ruglast aðalatriði og aukaatriði, meginsérkenni og til- fallandi smáatriði saman í einn hræri- graut. Utsýnið til þjóðfélagsins glat- ast, fingurinn, sem haldið er fast upp að auganu, verður svo stór, að hann skyggir á veröldina utan við glugg- ann, marklaus sálarþemba verður mikilvægari en stórviðburðir tíma- bilsins. Allt það í mynd hins aðgerð- arlausa Oblomovs, liggjandi á dívan- inum, sem þá var enn virkjað til þjóðfélagsgagnrýni, verður síðar oft- 153
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.