Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Blaðsíða 52

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Blaðsíða 52
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR saman svo tíminn héldi ekki áfram að renna á milli til að halda í hið dvalar- lausa líf einnar manneskju sem var þó glatað. Hin sem kom úr nóttinni var með svo stóran og rauðan munn, þykkar varir og bólgnar af bríma lostans. Og hárið var farðað ljósgult, svartar brár og augun dimm og stundum sýndist í þeim gult en stundum nærri svört, kannski vottaði fyrir rauðu í myrkum þangfléttum sem veifðust í djúpi fyrir bylgjum í þaraskógi. Og þar sveimar þessi næturdís með langa limu, og myrk- viðinn í skauti þar sem ríktu púma og tígris; og yfir sviðinu leyndust svartir merðir í slútandi limi yfir dimmum þröngum stígum með eld úr myrkrinu milli hvasssorfinna tanna brimsins. Og þegar maðurinn dansar svona um fjólublátt engið og hallar höfðinu aftur í dansinum þá horfa fuglarnir sem týndu máli, þeir sjá þá dísir þessar stíga upp úr djúpi: svart hárið flettist upp, innsiglin rofin, glerungurinn yfir því springur af hljómi. Sem er of hár fyrir eyru manna að heyra. Þær rísa þá af nótt og degi og vefjast saman í ballett hafsins, á þessu hafi líkt og skuggar af fuglum sem geta ekki skilið að fullu með heift sinnar blindu ástar og leita hvor annars, hrökkva síðan hvor frá öðrum lemjandi vængjum hinn hataða elskara sinn í þeirri mynd og höggvandi með goggnum svarta sem er brýndur fram í hvítt leiftur, heggur honum í efnislausa mynd hins í spegli. En þetta voru ekki lengur tveir vígreifir og óttaslegnir fuglar, heldur tvær konur. Voru þetta þá tvær konur? Hvað gerðu þær? Voru þær að dansa? Þessar tvær konur. Meðan maðurinn sat undir trénu mikla og hljóða, lauf þess niðaði af vindinum á þeirri nóttu. Maðurinn sat með bakið að bol trésins og blóðlaust og náhvítt andlit, augun svörtu galopin og stjörf, það var eins og skörungur hefði verið rekinn á kaf í hvít sjáöldur glákómublindingjans til að skara í eldi geðsins. Hendur niður með síðum, slappur munnurinn opinn á gátt, svartur og tann- laus, og hjartavöðvarnir brostnir. Og vindurinn ýfði þetta svarta hár, fletti því upp eins og fjöðrum á dauðum hrafni, lyfti því öllu í einu líkt og pilsi upp um konu. Undir var opin höfuð- kúpan hvít og skafin innan. Þar flaug stór gulröndótt og svört fluga, og suð- aði síðan inni, svo flaug hún út, og söngur hennar hvarf. Þannig hverfur hin svarta heita nótt frá sínum andaða vin, réttir mannlífið dofið af værðum í hendur hins andvaralausa dags sem er að fæðast vafinn fölum slæðum. En nóttin skilur eftir spor úr öllum augum myrkurs síns: titr- andi eðalsteina í grasi sem springa fyrir þeim mennska fingri sem snart þá. 144
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.