Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Side 97
U MSAGNIR UM BÆKUR
ýmsan hátt vera eitt hið merkasta, sem til
er frá 19. öld. Að því er ég bezt veit þá
skrásettu erlendir safnarar að miklu leyti
sögur sfnar sjálfir og breyttu þeim oft með
einhverjum hætti að eigin geðþótta. Hér er
mikill hluti safnsins skráður af sögumönn-
um sjálfum. Skrásetjendur safnsins eru
rúmlega 120, og heimildamenn rúmlega
350.
Skrásetjendur eru fólk af flestum stéttum
þjóðfélagsins (sýslumenn og amtmenn vant-
ar m. a.), þeir eru á öllum aldri frá 12 ára
snáðum til hárra öldunga. Samkvæmt reg-
istri eru þeir flestir ótitlaðir alþýðumenn,
en reynast margir bændur sé betur að gáð.
Þá koma prestar, heimasætur og húsfreyjur,
iðnaðarmenn, alþingismenn, prófessorar,
skáld, ritstjórar, bankamenn og bókaverðir.
Meðal heimildamanna kennir enn fleiri
grasa, því að þar birtast sýslumenn, niður-
setningar, biskupar, djáknar, kapteinar,
málarar, læknar og verzlunarmenn. Þetta
fólk er hvaðanæva af landinu. Fyrri útgef-
endur, þ. á m. Jón Árnason sjálfur, tíðkuðu
að breyta á ýmsan hátt stílsmáta skrásetj-
ara, en þeir Árni og Bjami forðast allar
slíkar fræðimanna falsanir. Þeir gefa sög-
urnar út orðréttar eftir handritum, en ekki
stafréttar. Sögumenn og skrásetjendur voru
sumir ofar moldu fyrir fáum árm. Hjálmar
Þorgilsson frá Kambi, f. 1871, var heimilda-
maður Jóns Ámasonar og mun enn á lífi
norður á Sauðárkróki. Þannig er núlifandi
kynslóð tengd því fólki, sem upphaflega
safnaði sögunum. Sumir skrásetjendur
kvarta undan vankunnáttu sinni, einkum í
stafsetningu, Allar þær umkvartanir eru
óþarfar, því að stafsetning þeirra allra er
viðhlítandi. Hins vegar er mönnum meiri
bagi að pappírsskorti. Það er ekki mennl-
unarskortur, heldur fátækt, sem kreppir að
þjóðsagnasöfnuninni. Pappírseign Guð-
mundar Jónssonar frá Minnahofi í Eystri-
hrepp er þrotin, svo að hann getur ekki sent
Jóni Ámasyni nema eina sögu að vísu all-
langa, en hún er vel sögð, svo að gjaman
hefði Guðmundur mátt skrá fleiri, sem
hann kunni. í skýringagreinum við sögum-
ar geta útgefendur helztu einkenna á rit-
hætti skrásetjara, ef þeir skrifa t. d. þettað
í stað þetta, þaug í stað þau, miðöl í stað
meðöl og gingdi í stað gegndi o. s. frv. Að
öðru leyti fá þeir að halda orðfæri sínu.
Þeir fara eitthvört sinn að gefa kúnum
ábætir o. s. frv. Þannig sýna öll frávik út-
gáfunnar frá venjulegu ritmáli málfar
sagnamanna. Þeir em leiddir fram eins og
þeir koma fyrir í handritum, og útgáfan er
skreytt 72 rithandasýnishomum þeirra. Þar
getur m. a. að líta rithönd þeirra Konrads
von Maurers, Jóns Ámasonar, Bólu-Hjálnt-
ars, Kristjáns Fjallaskálds, Ásthildar Thor-
steinsson, móður Muggs, Brandþrúðar
Benónísdóttur og drengsins Páls Pálssonar
í Árkvörn, svo að dæmi séu nefnd.
Síðasta bindi þjóðsagnanna hefur að
geyma m. a. nafna- og atriðaskrár, skrár um
heimildamenn, skrásetjara og gerðir ís-
lenzkra ævintýra, sem í þjóðsögunum birt-
ast. Þar er einnig efnisyfirlit alls verksins
og enskur orðalykill að atriðaskránni. í
nafnaskránni eru rúmiega 5300 mannanöfn,
staðanöfn eru um 4700, atriðaskráin vísar
til um 21 þúsund staða í öllum sex bindun-
um, en atriðisorðin eru rúmlega 1500. Þessi
upptalning ætti að gefa dálítið hugboð um
hvílíkt verk liggur að baki þessarar útgáfn,
enda er hún til mikillar fyrirmyndar. Utgáf-
an er einhver sú vandaðasta og bezta, sem
nokkru sinni hefur verið gerð hér á landi.
Það er gleðilegt, að íslendingar virðast
kunna að meta það, sem vel er gert. Ég
veit ekki betur en hún hafi gengið mjög vel
út og sum bindin séu jafnvel á þrotum.
Það mun láta nærri, að gamla útgáfan af
þjóðsögum Jóns Ámasonar hafi einungis
að geyma um % hluta af þjóðsagnasafni
lians. Þessi útgáfa er því um % hlutum
189