Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Side 93

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Side 93
UMSAGNIR UM BÆKUR esar Hafstein mætti minna á, að sá er sam- an setur bók, er fjalla skal að mestu um vissa sögupersónu, er oft í vandasamri að- stöðu, þá er kryfja skal athafnir hennar til mergjar. Hættir höfundum til að gera rit sín að vamarskjali fyrir viðkomandi per- sónu og einberum dýrðaróði. Er þá tíðum vandratað milli lofs um einn og lasts um annan. Nú er þess ekki að dyljast, að mér finnst Valtýr Guðmundsson fá verri útreið af hálfu höfundar þess rits, sem hér um ræðir, en hann verðskuldar. M. a. kveður höfundur svo sterklega að orði á bls. 267, að Valtýr hafi reynzt „aðeins lítill valda- braskari". Svo harður dómur finnst mér ósanngjam í meira lagi að hálfri öld lið- inni, enda þótt blöð aldamótanna hefðu svo sem getað látið slíkt frá sér fara. I sam- ræmi við þessi orð er myndin af Valtý upp dregin dökkum litum. Enginn vafi mun þó á því, að Valtýr Guðmundsson var um margt mætur maður, gáfaður og vel lærður fræðimaður, sem hefur alið með sér ríka trú á framfarir ættjarðar sinnar, svo sem ritgerðir hans í Eimreiðinni bera með sér. Hann vildi grípa tækifærið og koma ís- lenzkum manni í ráðgjafaembættið í Kaup- mannahöfn, þegar vænta mátti, að íhalds- stjórnin í Danmörku vildi á slíkt fallast. Hinsvegar var það, ef svo mætti segja, miskunnarleysi örlaganna gagnvart ein- staklingnum, sem varð þess valdandi, að þá er stefna Valtýs nálgaðist takmark sitt, komust frjálslyndir menn til valda í Dan- mörku og gerbreytti það öllum viðhorfum í einu vetfangi. Vart mun það óskiljanlegt, þótt Valtýr gæti ekki umsvifalaust söðlað um í návígi harðskeyttrar baráttu, enda haft takmarkaða trú á því, að hinir frjáls- lyndu mundu bjóða betur, er í raunir ræki. Svo reyndist líka, er Hannes Hafstein hóf að ræða við forystumenn eftir stjórnar- skiptin, að hinir nýju valdhafar virtust ekki vilja gefa jafn skýlausar yfirlýsingar varð- andi íslenzka ráðgjafann og áður fyrr, er þeir stóðu utan stjómar. En á því varð þó fljótlega breyting. Mér sýnist og að um all- tvíbentan ieik hafi verið að ræða af hálfu beggja íslenzku flokkanna, undir forystu Valtýs og Ilannesar árið 1901. Báðir róa í dönsku ráðgjöfunum með vafasaman þing- meirihluta að yfirskini, svo að ekki var alls- kostar óhentugt tækifæri fyrir Dani að drepa málinu á dreif næstu árin. Þó reynd- ist Hannes drýgri í málafylgju sinni, enda enginn vafi á því, að hann hefur haft far- sælli hæfileika á því sviði en Valtýr. Og má þá minnast orða Valtýs sjálfs löngu síðar við dr. Bjöm K. Þórólfsson: „Hannes drap mig með glæsimennskunni." — í samræmi við orðskviðinn, að sekur sé sá einn, sem tapar, fær Valtýr síðan sinn óblíða dóm, en Hannes upphafinn að sama skapi. Finnst mér nokkur brotalöm koma fram í verkinu með tilliti til þessa atriðis. En þá má skjóta því inn hér, að mér vitanlega kemur engum til hugar að væna Hannes Hafstein um illar hvatir með afstöðu sinni á Þingvallafundin- um 1888, sem fyrr var á drepið, né 1908, er hann barðist fyrir uppkastinu sæla. Hitt er svo annað mál, að fróðlegt hefði verið, ef höfundur hefði freistað að gera nokkra grein fyrir eðli þess andbyrs, sem Hannes ómótmælanlega átti við að stríða á um- ræddum tíma. Hvað var það raunverulega í fari hans, sem var orsök þess, að hann fell- ur við kosningamar 1902, eða vantrausts sumra manna á forystuhæfni hans, eins og t. d. Jóns Magnússonar, og síðast en ekki sízt hversvegna ekki skuli fást ótvíræður stuðningur í flokki Hannesar við hann sem ráðherra 1903. Auðvitað kemur margt til og þungt vegur á metunum landlægur flokkakritur, persónurígur og hreppapóli- tík, en hvað hafi sérstaklega verið haft á móti Hannesi hefði verið forvitnilegt að heyra nánar um. Við þetta má bæta, að það var íslendingum til lítils sóma 1903 að geta 185
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.