Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Blaðsíða 68

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Blaðsíða 68
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Mannlægingm Annar þáttur síðborgaralegrar list- ar er mannlœgingin í sínum ýmsu myndum. Það er fjarri því að vera marxistagrilla að skilgreina þessa list sem mannfjandsamlega; andmarxísk- ir listfræðingar skírskota til þessa og hylla ósjaldan mannlæginguna sem kost og ávinning. Þannig skrifar André Malraux: „Ef listin vill aftur vakna til lífs má hún ekki troða upp á okkur neinni menningarhugsjón, því frá upphafi verður að útiloka allt, sem er húmanískt ... Húmanísk list var ekki annað en skrautfjöður á þeirri menningu, sem bar hana uppi; með tilkomu hinnar andhúmanísku listar ... þjöppuðu listamenn sér því þéttar saman sem þeir urðu greini- legar viðskila við menningu og þjóð- félag samtímans.“ Hér kemur semsé fram viðurkenning bæði á firringu listamannsins og fráhvarfi hans frá þjóðfélaginu og manninum, og henni fylgir engin vanþóknun, heldur nán- ast ánægja. Hugsjónum endurreisn- artímabilsins og hinnar borgaralegu lýðræðisbyltingar er vikið til hliðar, skynsemi og húmanisma, manninum sem „mælikvarða allra hluta“ sem sjálfs sín herra og skapara þjóðfélags- framvindunnar, öllu er þessu vísað á bug með andúð. Malraux talar um „afturkomu demónanna“ og bætir síðan við: „Ríki demónanna: það er allt það í manninum, sem miðar og vinnur að tortímingu hans sjálfs. De- mónar kirkjunnar, Freuds og Bikinis bera allir sama svipmótið. Og eftir því sem fleiri nýjum demónum skaut upp í Evrópu, í því ríkara mæli hlaut evrópsk list að kannast við ættfeður sína og uppruna í þeim menningar- heildum, sem þekktu til hinna fornu demóna ... Forspá skurðgoð húka eins og örlaganornir í brennandi safn- húsum sínum og horfa til nákominna Vesturlanda ...“ í heimi firringar og hlutgervingar er maðurinn orðinn að hlut meðal hlutanna og að því er virðist atkvæða- minnstur og hraklegastur þeirra allra. Impressjónisminn byrjaði á því að leysa manninn á ýmsa vegu upp í ljós og liti, gera hann að fyrirbæri, sem skar sig ekki úr öðrum fyrirbærum náttúrunnar að eiginleikum. „Maður- inn á ekki að vera þar,“ sagði Céz- anne. Maðurinn máist æ meir út, verður að litfleti meðal annarra lit- flata, eða hverfur alveg, sést ekki framar á einmanalegu landslagi og auðum borgarstrætum. Eða þá að maðurinn er afskræmdur, ekki í hrifn- ingu eða guðmóði eins og í gotneskri list (sem expressj ónisminn var að vissu leyti tengdur), heldur er hann gerður að sundurtættu vélavirki líkt og hann væri í ætt við tæknibygging- ar, breytt í fáránlega demónska veru. I firringu sinni kemur maðurinn sjálfum sér fyrir sjónir sem skurðgoð og gríma, brotaverk, skrípamynd. „Skurðgoða- eða blætiseðli vörunn- 160
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.