Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Page 68
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Mannlægingm
Annar þáttur síðborgaralegrar list-
ar er mannlœgingin í sínum ýmsu
myndum. Það er fjarri því að vera
marxistagrilla að skilgreina þessa list
sem mannfjandsamlega; andmarxísk-
ir listfræðingar skírskota til þessa og
hylla ósjaldan mannlæginguna sem
kost og ávinning. Þannig skrifar
André Malraux: „Ef listin vill aftur
vakna til lífs má hún ekki troða upp á
okkur neinni menningarhugsjón, því
frá upphafi verður að útiloka allt,
sem er húmanískt ... Húmanísk list
var ekki annað en skrautfjöður á
þeirri menningu, sem bar hana uppi;
með tilkomu hinnar andhúmanísku
listar ... þjöppuðu listamenn sér því
þéttar saman sem þeir urðu greini-
legar viðskila við menningu og þjóð-
félag samtímans.“ Hér kemur semsé
fram viðurkenning bæði á firringu
listamannsins og fráhvarfi hans frá
þjóðfélaginu og manninum, og henni
fylgir engin vanþóknun, heldur nán-
ast ánægja. Hugsjónum endurreisn-
artímabilsins og hinnar borgaralegu
lýðræðisbyltingar er vikið til hliðar,
skynsemi og húmanisma, manninum
sem „mælikvarða allra hluta“ sem
sjálfs sín herra og skapara þjóðfélags-
framvindunnar, öllu er þessu vísað á
bug með andúð. Malraux talar um
„afturkomu demónanna“ og bætir
síðan við: „Ríki demónanna: það er
allt það í manninum, sem miðar og
vinnur að tortímingu hans sjálfs. De-
mónar kirkjunnar, Freuds og Bikinis
bera allir sama svipmótið. Og eftir
því sem fleiri nýjum demónum skaut
upp í Evrópu, í því ríkara mæli hlaut
evrópsk list að kannast við ættfeður
sína og uppruna í þeim menningar-
heildum, sem þekktu til hinna fornu
demóna ... Forspá skurðgoð húka
eins og örlaganornir í brennandi safn-
húsum sínum og horfa til nákominna
Vesturlanda ...“
í heimi firringar og hlutgervingar
er maðurinn orðinn að hlut meðal
hlutanna og að því er virðist atkvæða-
minnstur og hraklegastur þeirra allra.
Impressjónisminn byrjaði á því að
leysa manninn á ýmsa vegu upp í ljós
og liti, gera hann að fyrirbæri, sem
skar sig ekki úr öðrum fyrirbærum
náttúrunnar að eiginleikum. „Maður-
inn á ekki að vera þar,“ sagði Céz-
anne. Maðurinn máist æ meir út,
verður að litfleti meðal annarra lit-
flata, eða hverfur alveg, sést ekki
framar á einmanalegu landslagi og
auðum borgarstrætum. Eða þá að
maðurinn er afskræmdur, ekki í hrifn-
ingu eða guðmóði eins og í gotneskri
list (sem expressj ónisminn var að
vissu leyti tengdur), heldur er hann
gerður að sundurtættu vélavirki líkt
og hann væri í ætt við tæknibygging-
ar, breytt í fáránlega demónska veru.
I firringu sinni kemur maðurinn
sjálfum sér fyrir sjónir sem skurðgoð
og gríma, brotaverk, skrípamynd.
„Skurðgoða- eða blætiseðli vörunn-
160