Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Qupperneq 23
ÞJÓÐFRELSISBARÁTTA OG SÓSÍALISMI
mikmn vinnukraft. Hinsvegar mundi
hverskonar Constantine-áætlunum um
tilbúning innlendrar umboðsstéttar
vera mikill akkur að slíkri „hjálp“.
Foringjum byltingarinnar í Alsír
er þetta allt ljóst. Meðal annars þess-
vegna standa þeir betur að vígi gagn-
vart gildrum nýkólóníalismans en
nokkur önnur þjóð í Afríku. Þeir hafa
betri aðstöðu en nokkrir aðrir for-
ingjar afrískrar þjóðfrelsisbaráttu
til að slaka til um taktísk atriði án
þess að missa sjónar á höfuðmark-
miði sínu. Þeir vita að efnahagssam-
vinnan við Frakka verður framhald
frelsisbaráttunnar, án vopna, og að í
þeirri baráttu muni þeir ekki síður
þurfa á skarpskyggni og hugrekki að
halda en í hinni einstæðu hetjubar-
áttu sem þjóð þeirra hefur háð í
meira en sjö ár.
6
Þau dæmi sem hér hafa verið at-
huguð sýna að tortryggni hinna fá-
tæku undirokuðu þjóða gagnvart
kostaboðum kapítalismans er ekki al-
veg ástæðulaus. Ef dregnir eru lær-
dómar af reynslu síðustu 10—15 ára
hlýtur niðurstaðan að verða sú að
stefna hinna kapítalistísku heimsvelda
og frelsisbarátta þessara þióða séu nú
engu síður en áður ósættanlegar and-
stæður, og hver einasti liðsmaður í
frelsisstríði hins „þriðja heims“ veit
að þrátt fyrir allar yfirlýsingar kapí-
talismans um vilja sinn til að afnema
nýlenduskipulagið, þá hafa heims-
veldin ekki einu sinni afsalað sér
neinum beinum forréttindum fyrr en
í síðustu lög, og þegar í óefni var
komið, knúin til þess af baráttuafli
nýlenduþjóðanna. Hitt hefur farið
heldur duldara, og er þó einnig að
verða æ fleirum ljóst, að afsal þessara
beinu yfirráða þýðir ekki að kapítal-
ismi heimsveldanna hafi gefið upp
alla von um að njóta ávaxtanna af
vinnu og hráefnaauði nýlendna og
hálfnýlendna; að hann er þvert á
móti að koma sér upp nýju kerfi kúg-
unar, ólíku lævísara hinu fyrra, kerfi
nýkólóníalismans; og að allar að-
gerðir nýlenduveldanna í þessum efn-
um, hversu göfuglyndislegar sem þær
kunna að sýnast, miða að því fyrst og
fremst að viöhalda þeim órétti og því
ræningjalögmáli sem dýrð þeirra hef-
ur hvílt á.
Þjóðernisleg kúgun er hið eina
andlit kapítalismans í nýlendunum.
Þessvegna er öll þjóðfrelsisbarátta
þar, sé hún sjálfri sér samkvæm, í
fyrsta lagi, og óhj ákvæmilega, bar-
átta gegn hinum alþjóðlega kapítal-
isma. Þó nægir þessi staðreynd ekki
út af fyrir sig til að skýra hversvegna
hinar nýfrjálsu þjóðir miða áætlanir
sínar æ meir við sósíalistískt búskap-
arlag og gera sér svo litlar vonir um
að innlendur kapítalismi muni leiða
þær fram að marki fulls sjálfstæðis.
Ein orsök þeirrar vantrúar liggur
reyndar í augum uppi: að innlendur
117