Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Blaðsíða 19
ÞJÓÐFRELSISBARÁTTA OG SÓSÍALISMI
ing. Með öðrum orðum: þeir hafa
gert sér grein fyrir því að höfuðand-
stæðingur þeirra var ekki hin franska
þjóð heldur hinn franski kapítalismi.
Meðal annars fyrir þá sök munu frið-
arsamningarnir í Évian hafa verið
mörgum Alsírmanni sár nauðsyn, að
með þeim er frönskum kapítalisma
tryggð táfesta í Alsír enn um sinn. Að
vísu hafa umboðsmenn hans orðið að
skrifa undir mjög þýðingarmiklar
tilslakanir í Évian, þar sem í samn-
ingunum er gert ráð fyrir heimild al-
sírsku ríkisstjórnarinnar til þjóðnýt-
inga og róttækra ráðstafana í land-
búnaði. Sömuleiðis er tiltekið að
beinni efnahagsaðstoð Frakka verði
þann veg háttað að Alsírstjórn taki
ákvarðanir um það til hvaða fjárfest-
ingar hún verði notuð, — en þó svo
(og þetta á einnig við um væntanleg-
ar þjóðnýtingar) að franska stjórnin
samþykki þær ákvarðanir.
Um, þessa efnahagssamvinnu við
franska kapítalismann, — sem sumir
kalla einskonar NEP-pólitík alsírsku
byltingarinnar, — getur auðvitað
brugðið til beggja vona; það verður
reynslan ein sem sker úr, og það verð-
ur bæði undir alþjóðlegum kringum-
stæðum og styrkleika og einbeitni al-
sírsku ríkisstjórnarinnar komið,
hvort sú samvinna verður frjálsu Al-
sír til gagns eða ekki. Þó vopnavið-
skiptum hætti mun hvert spor í frels-
isátt kosta harða baráttu, því áætlun
franska nýkapitalismans um Alsír
miðar ekki beinlínis að því að gera
landið að raunverulega sjálfstæðu
ríki. Hver stefna hans er má lesa út úr
þeirri fimmáraáætlun sem samin var
fyrir Alsír árið 1958 og var byrjað að
framkvæma að einhverju leyti 1959.
Auðvitað breytist aðstaða franska
kapítalismans við það að hann hefur
að lokum neyðzt til að viðurkenna
rétt Alsírmanna til fullveldis, en það
er þó varla fjarri lagi að gert hafi ver-
ið ráð fyrir þeim möguleika við
samningu Constantine-áœtlunarinn-
ar, og að reynt verði einmitt að að-
laga þá áætlun nýjum kringumstæð-
um, frekar en að leggja hana fyrir
róða. Hún væri sú gagnsókn sem
franska auðvaldið beindi gegn sjálf-
stæðu Alsír, eftir að hervaldið hefur
brugðizt. Frá sjónarmiði frönsku
stjórnarinnar er alls ekki fráleitt að
það herbragð geti heppnazt með
hjálp ítaka sem samningarnir tryggja
Frökkum í Alsír. Til þess að svo mætti
verða þyrfti ekki annað en dálítið óá-
kveðna eða sundurþykka ríkisstjórn
í Alsír.
Constantine-áætlunin hafði að op-
inberu markmiði að auka þjóðartekj-
ur Alsírbúa um 7,5% á ári, iðnvæða
landið, koma þar á „nútímaþjóðfé-
lagi“ á kapítalistískum grunni.
Til þess að gera sér grein fyrir því
hve vandamál landbúnaðarins hljóta
að skipa mikið rúm í öllum alvarleg-
um framfaraáætlunum fyrir Alsír,
ber að gæta þess að 7,6 milljónir
TÍMARIT máls og menningar
113
8