Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Qupperneq 28

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Qupperneq 28
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR handritinu Rauða kverið, sömdu í Þýzkalandi og Austurríki veturinn 1921—1922, segir hann frá eldri kunningja og vin í Reykjavík. Það er einn þeirra manna, „sem gjarna er sagt um að eigi sér engan líka. Eg minnist ekki að hafa þekt neinn mann er svo hreinn væri og óblandaður og ríkur af taó“. En fyrirmynd þeirrar mannlýsingar var Erlendur Guð- mundsson í Unuhúsi. í blaðagrein frá 1944 um fiskveiðar á íslandi, Hvert á að senda reiknínginn?, kynn- ir höfundurinn gamlan íslenzkan sjó- mann með þessum orðum: „Látlaus- ari, hlédrægari og góðviljaðri öðlíng þekti ég ekki. Alt sem kom nálægt honum lifði. Af tali um hversdagsleg- ustu hluti við hann skildist manni bet- ur orðið taó, alvaldið sem vinnur án erfiðismuna og hættu, kemur öllu til þroska, sigrar án hetjuskapar og er voldugt án frægðar.“ Hér eru þá nefndir nokkrir þeir eiginleikar, sem felast samkvæmt skilningi Halldórs í hugtakinu taó. En tilgangur minn með þessari grein er að athuga lítils háttar, hvemig taó- hugmyndin endurspeglast í sögum hans og mannlýsingum. Taó er þó síð- ur en svo ákveðið og ótvírætt hug- tak, og ekki alltaf hægt að greina það frá svipuðum hugsjónum af öðrum uppruna. Það liggur í hlutarins eðli, að takmörkin verða hér oft óskýr og teygjanleg. Ég minntist áðan á litla sögu Hall- dórs um samningu Bókarinnar um veginn. Hann lætur nafnlausan öld- ung úr kínversku þorpi á flótta undan óeirðunum heima fyrir koma að litlu koti á mörkunum milli héraða. Bónd- inn og kona hans taka vel á móti hon- um og hlynna að gesti sínum þetta eina kvöld og þessa nótt, sem hann dvelur hjá þeim. Þau spjalla saman lengi nætur. Að beiðni bóndans sezt gamli maðurinn og hripar niður ýms- ar hugleiðingar sínar um mannlífið, áður en hann heldur áfram næsta morgun, og skilur þær eftir handa þeim hjónunum — og Bókin um veg- inn varð til. En í þessari sögu skulum við „hugsa okkur að það hafi verið á Kolviðarhóli“. Með þeirri staðsetn- ingu tengir skáldið Bókina um veg- inn einföldu og óbrotnu lífi fátækra sýslumarkahjóna íslenzkra, sem „búa upp til heiða“. Það er í slíku um- hverfi, sem taó birtist helzt, í slíku húsi, með slíku fólki. Það er heldur enginn vafi á því, að Halldór hefur stundum litið íslenzka alþýðu í ljósi taóismans. Þó að orðið sé þar ekki nefnt, virðist hann hafa lagt mikið af taó-hugmynd sinni í það sem hann segir um ömmu sína í upphafi Al- þýðubókarinnar: „Ég hef mörgum kynst sem kapp hafa lagt á bókvísi, en þeir hafa oftast verið fremur mannúðarlitlir í hugsjónum og nokk- 120
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.