Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Síða 27
PETER HALLBERG
Litla bókin uin sálina og Halldór Laxness
AÐ hefur oft verið litið á Halldór
Kiljan Laxness aðallega sem á-
deiluskáld, ekki sízt af löndum hans.
Nafn hans hefur um langt skeið tákn-
að baráttu á íslandi. Ræður hans,
greinar og skáldsögur hafa neytt
menn til að taka afstöðu — jákvæða
eða neikvæða, eftir atvikum. Það
væri erfitt að hugsa sér sögu íslend-
inga í síðustu þrjátíu fjörutíu árin
án Halldórs Laxness.
Það er hætt við því, að þessi styr
um nafn hans hafi skyggt á allt aðra
hlið í fari hans og skáldskap. En það
er sú hlið, sem ég hef kosið að tengja
hér við hugtakið taó. Auðvitað á ég
ekki við það, hvað taó eða taóismi er
„í raun og veru“ — ef það væri þá á
nokkurs manns færi að skilgreina það
— heldur við taóismann eins og Hall-
dór virðist hafa skilið þessa eldgömlu
kínversku lífsskoðun og heimspeki.
f grein uin taóismann, Þessir hlut-
ir — eða tónlist af streingjum, sem
Halldór samdi á ferðalagi sínu um
Austurheim 1957, segist hann hafa
„verið taóisti mestan hluta ævinnar“.
Þó að það sé réttara að taka ekki slík-
ar staðhæfingar of bókstaflega, þá er
þessi fullyrðing ef til vill ekki mjög
fjarri sanni. Annars staðar, í ritdómi
árið 1942 um nýja íslenzka þýðingu á
aðalriti taóismans, Bókinni um veg-
inn, segist hann hafa kynnzt þeirri
bók „sextán ára dreingur og unnað
henni síðan,án þess nokkurn dag bæri
skugga á þá ást“: „Meðan annað
breyttist í hug og heimi voru töfrar
hennar samir, og þó ég yrði hrifinn
af öðrum bókum var eingri hægt að
líkja við hana.“ Svipuð játning birt-
ist mörgum árum áður í Alfrýðubók-
inni (1929), í kaflanum Bœkur, þar
sem Halldór segir frá ritum nokkrum,
sem haft hafa óafmáanleg áhrif á
hann: „Þá er að lokum ein sú hók, er
ég met mest allra bóka um sálina, þótt
ég skilji fæst sem í henni stendur, en
það er litla bókin eftir gamla mann-
inn.“ Og svo fylgir heillandi lítil saga
um samningu Bókarinnar um veginn.
Hvað taó-hugmyndin hefur verið
Halldóri hugstæð, sézt einnig af því
að hann hefur bæði fyrr og síðar
dæmt um vissa menn út frá henni. f
119