Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Síða 29

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1962, Síða 29
LITLA BÓKIN UM SÁLINA OG HALLDÓR LAXNESS uð oístopafullir hið innra með sér, en snauðir að þeirri menníngu hjartans sem hún amma mín var gædd og lýsti sér í gamansemi, elju, afskiftaleysi af trúmálum, jafnaðargeði í sorgum, kurteisi við bágstadda, hugulsemi við ferðamenn, óbeit á leikaraskap, góð- semi við skepnur.“ Þetta eru eigin- Ieikar í góðu samræmi við taó, og þeir birtast í skáldskap Halldórs fram- ar öllu hjá öldruðu fólki, óbrotnu al- þýðufólki. í öðrum kafla Alþýðubókarinnar er sagt frá gömlum sveitahjónum, ætt- uðum úr Rínarlöndum. Þau eru á leið heim með skipi eftir fimmtíu ára búskap í námunda við Milwaukee. Samt hafa þau ekkert breytzt, en eru enn í fullkominni samstillingu við átt- haga sína. Þau mæla ekki á ensku, „en rínlenskan með þekkum uppruna- legum hreimi var þeim jafntöm og fyrir fimtíu árum er þau yfirgáfu dali Rínar“. Þau gefa varla gaum að haf- inu, en sitja á þilfarinu „búin einsog bændafólk lángt upp til sveita er vant að klæðast á kvöldin að loknu dags- verki“. Einkum er eitt einkenni at- hyglisvert í fari þeirra: „Þau töluðust ekki við, en sátu þögul einsog einn maður, og þegar talað var við þau svöruðu þau eins og ein persóna; svo háttvís var eindrægni þeirra.“ Sama einkenni birtist aftur í frá- sögninni af kotinu undir jöklinum í Fegurð himinsins (1940), en sú lýs- ing er ljóst dæmi um áhrif frá taó- ismanum. Gömlu hjónin í kotinu voru sem sé „ekki margmál að fyrra bragði, en leystu úr öllum spurníng- um eftir bestu samvisku og svöruðu eins og einn maður“. Þetta fólk virð- ist samgróið náttúrunni og hlutunum kringum það. „Gamli maðurinn sló tún sitt til kvölds, hann hvorki hóf orfið né skáraði, en fór að öllu mjúk- lega, án erfiðismuna, duldum hreyf- íngum, lét bitið í Ijánum vinna, skar grasið við rótina án þess að fella það, verklagið af því tagi sem náttúran beitir sjálf.“ Að vinna „án erfiðis- muna“ — einmitt þannig hefur Hall- dór komizt að orði um gamlan sjó- mann í grein, sem ég hef áður vitnað í: af samtali við hann „skildist manni betur orðið taó, alvaldið sem vinnur án erfiðismuna og hættu“. Þessi blíð- lyndi öldungur í kotinu er allt önnur manngerð en til dæmis Bjartur í Sum- arhúsum, hetja og berserkur í óslitnu stríði við kaldranalega náttúru. Þarna undir jöklinum eru menn og náttúra samstæð heild. Ekki aðeins gömlu hjónin hafa sál, „heldur hlut- irnir kríngum þau“. Eitthvert dul- rænt afl virðist halda þessu fátæka húsi saman. Þangað fer Olafur Kára- son einu sinni enn, áður en hann stefnir upp á jökulinn á vit dauðans. Gamla konan, sem er að veita nýdán- um manni sínum umbúnað, verður 121
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.