Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Page 4

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Page 4
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR hinsvegar munu flestar bækurnar koma út síðar í annarri útgáfu á forlagi Heimskringlu og fást þá keyptar einstakar. Um eina bókina, hið nýja leikrit Halldórs Laxness, er rétt að taka fram, að það er gefið út í samvinnu við bókaútgáfuna Helgafell, og við fáum af því aðeins 500 eintök í afmælisútgáfuna. Mál og menning hefur staðið í stórræðum að undanförnu með stofnun bókabúðar sinnar í nýjum húsakynnum. Þessar framkvæmdir hafa verið fjárfrekar, og Mál og menning hefur aldrei safnað gildum sjóðum, heldur stöðugt búið við skort á rekstrarfé. Því er aug- ljóst að félagið getur ekki lagt í alla þá fjárfestingu sem afmælisútgáfan krefst með öðru móti en því að nokkumveginn sé öruggt að sá kostnaður fáist fljótlega endurgreiddur. Þessvegna hefur stjórn og félagsráð Máls og menningar valið þann kost að gefa út nokk- urn hluta upplagsins í bókavinaútgáfu og jafnframt að biðja áskrifendur afmælisútgáf- unnar allrar að greiða hluta áskriftargjaldsins fyrirfram svo ekki þurfi að stofna til mikilla skulda meðan á verkinu stendur. Bókaútgáfa Máls og menningar hefur frá upphafi verið við það miðuð að selja bæk- urnar við eins lágu verði og nokkur tök voru á. Af því hefur leitt að útgáfubækur félags- ins hafa sjaldnast skilað nokkrum ágóða, og þótt ekki hafi verið um mikil töp að ræða, getur smávægilegur halli á mörgum bókum fljótlega orðið verulegur baggi sem torveldar allan rekstur og dregur til sín starfskrafta manna, sem full þörf er á að fái að njóta sín á annan hátt. Ef vel tekst til með þessa afmælisútgáfu, — sem er raunar sannfæring okkar, slíkar úrvalsbækur sem boðið er upp á, — þá ætti hún meðal annars að geta stuðlað að því að koma rekstri félagsins á öruggari grundvöll, svo það geti enn betur gegnt menning- arhlutverki sínu hér eftir en hingað til. Tuttugu og fimm ár hafa samtök rithöfunda og alþýðu innan Máls og menningar borið giftudrjúgan ávöxt og staðið af sér öll óveður og ekki látið sundra samheldni sinni. Við heitum til frambúðar á þessa samheldni og biðjum enn um liðsinni alþýðu og mennta- manna og skorum á umboðsmenn og félagsmenn að efla Mál og menningu til nýrrar sóknar. 17. júm' 1962 Kr.E.A. 194

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.