Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Page 12

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Page 12
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR rímorð drepandi hittin? Kannski að fimm fágœt rímorð sé hvergi að fá, nema segjum til dœmis í Venezuela. Og svo er ég dreginn norður og suður um allar jarðir. Þeytist um flœktur í fyrirframgreiðslum og lánum. Borgarí, metið þér ferðakostnað minn! Skáldskapur allur er reisa inní hið ókunna. Skáldskapur er sama og vinnsla á radium. Hvert unnið gramm kostar ár af erfiði. Eins orðs vegna er bruðlað og eytt þúsundum tonna af málmgrýti tungunnar. En hve funandi heitur er ekki eldur þeirra orða samanborið við glœður hráefnisins. Þessi orð megna að hrœra miljónir af hjörtum í þúsund ár. Vitaskuld eru til margskonar skáld. Hve mörg þeirra blekkja með töfrabrögðum! Rekja eins og sjónhverfingamenn Ijóðlínu úr munni sínum eigin og annarra. 202

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.