Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Blaðsíða 80

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Blaðsíða 80
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Einar Bragi: Hreintjarnir Ljóð 1950—1960. 1. útg. 7. 11. 1960. 2. útg. 1962. etta er fimmta ljóðabók Einars Braga, ef undan eru skilin ljóð þau, er hann hefur gefið út sérprentuð á lausum blöð- unt Ljóðin í þessari bók hafa öll birzt áð- ur. Höfundur hefur valið það úr fyrri bók- um sínum, er honum þykir helzt eiga erindi við lesendur, breytt mörgu og endurskrifað sum ljóðanna þannig að þau eru í raun og veru ný ljóð. Mér virðast breytingamar all- ar vera til bóta, t. d. eru sum prósaljóðin, sem áður voru varla meira en uppkast eða frumriss, orðin fullgildur skáldskapur. Höfundur skiptir bókinni í tvo kafla. í fyrri kaflanum em eingöngu ljóð, sem eru meira eða minna hefðbundin að ytra formi og munu vera eldri en ljóðin í síðari kafl- anum, sem öll em án stuðla og ríms þ. á m. prósaljóð þau er fyrr em nefnd. Skemmst frá sagt er þetta langþezta ljóðabók, sem komið hefur frá Einari Braga. Val hans virðist mér að hafi tekizt vel, og helztu einkenni hans sem skálds koma hér vel í ljós: Vandað, en dálítið bók- legt málfar (sem stöku sinnum bregzt), kunnáttusamleg slípun ljóðanna, sem stundum gengur út í öfgar (eins og t. d. þegar skáldið dundar við að tína öll sagn- orð úr einu ljóðanna), fremur jákvæður boðskapur og virðing fyrir lífinu. Einar Bragi er lýriskt skáld. Náttúru- stemningar em margar í Ijóðum hans. Hann virðist una sér vel í „morgunsvölum faðmi móans“ og heyra lífið í kringum sig, en hann virðist fremur kjósa að vera áhorf- andi og hlustandi en beinn þátttakandi í amstri hinnar hversdagslegu baráttu. Þegar hann yrkir um síldarskipin horiir hann á þau úr landi. Hann hefur að vísu stúlku að tala við og bjargar það Ijóðinu. Það ljóðið, sem kannski túlkar einna bezt lífsskoðun og heimsmynd Einars Braga nefnist Sól skal ráða, og tek ég það hér upp í heild: „Missta ekki sjónar á sólinni, sagðirSu móðir einn morgun um vor. Við vorum í fjöru: jaðir minn og þú að fylgja mér á skipsfjöl. Hafðu samt gát á rosabaugnum, bœtti pabbi við og ekki að óþörfu. Mörg vorum við sem höjðum samflot út fjörðinn. Morgunsólin varð sumum of björt: þeir sigldu undan í vestur. Aðrir voru eins og skugginn sem skipinu jylgir ef sólin skín á það: fari hún að skýjabaki er skömmin óð- ar horfin. Nokkrir viku af leið og rötuðu í villu, þegar dagmáninn birtist á hveljing- unni rauður sem glóð. En margir héldu horfi þó syrti í lofti, og þeir munu finna œttland sitt aftur þótt austfjarðaþokan sé dimm.“ í fyrrihluta bókarinnar gætir nokkuð ó- beinna áhrifa frá Jónasi Hallgrfmssyni og rómantík 19. aldarinnar. í seinni hlutanum er skáldið þroskaðra og skáldskapurinn persónulegri, en þó má þar finna í sumum prósaijóðunum þessa sömu kitlandi innlif- un í smágert líf og algeng er hjá Jónasi og Halldóri Kiljan, þótt ekki verði Einari Braga jafnað við þá sem skáldi. Til þess eru verk hans of viðasmá. Allt um það er Einar Bragi, með þessari bók, kominn í röð hinna hlutgengu skálda sinnar kynslóðar, þótt ekki fjalli hann um stærstu vandamál samtímans af þeim krafti, sem lífgar eld og storm. Hann lýsir þó þeirri von sinni að þegar stjarnan rauða kviknar munum við ganga sigurglaðir veginn fram í vöku. Þrátt fyrir þetta gefur Einar í skyn, í ofanbirtu ljóði, vantrú sína á rauðum dagmánanum og virðist þar telja þá menn hafa lent í villu er hlíta vilja leiðsögn hans. í stað virkrar baráttu boðar hann þar samúðarríka ætt- jarðarást eða þjóðemiskennd. Það er ein- læg von mín að honum megi auðnast að 270
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.