Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Page 67

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Page 67
ALBERT JOHN LUTHULI 1959, í þetta sinn til 5 ára. Auk þess var honum bannað að halda ræður á almanna- færi. í þessari útlegð sinni frétti hann af Nobelsverðlaunum sínum. Það þykir furðu gegna að hann fékk fararleyfi til að taka á móti þeim. Hundruð Afríkumanna, sem vonast eftir endalokum niðurlægingarinnar, fara píla- grímsferðir til Groutville. Ennfremur er- lendir blaðamenn, stjómmálamenn og iðn- rekendur, sem ekki hafa trú á þeirri áætlun Búanna að loka alla blökkumenn inni á á- kveðnum svæðum (Reservations), sem þykj- ast eygja þá hættu, haldi þjóðemissinnar áfram að skerpa andstæðurnar, að ekki ljúki fyrr en í byltingu. Það mundi leiða til þess, að þeir misstu „ódýrasta vinnuafl í heimi“, mundi jafnvel þýða missi gull-, de- manta-, úran-, kola-, silfur- og koparnáma. Þeir koma til Luthuli til að tryggja sér í tíma velvild hinna svörtu verkamanna og stjórnmálamanna þeirra, vitandi það, að eingöngu með friðsamlegri lausn kynþátta- vandamálsins verður eignaraðstæðunum viðhaldið. Menn skyldu ekki vanmeta þá staðreynd, að þjóðemissinnaðir Búar, sem eru fyrst og fremst stórjarðeigendur og hafa ekki önnur afskipti af hinum auðugu námum en að taka af þeim háa skatta, en leigja þær Bretavinum í Suður-Afríku eða enskum og amerískum námafyrirtækjum, hafa sterka stjórnarandstöðu hvítra manna við að stríða. Hún hefur þennan þankagang að leiðarljósi: Án svertingjanna getum við ekki rekið námumar, látum þá því fá al- mennan kosningarrétt og tryggjum okkur á þann hátt bæði þennan vinnuher milljón- anna og eignaraðild að námum og verk- smiðjum. Þessi borgaralegu öfl stjómarandstöðunn- ar mynduðu 1959 Framsóknarflokkinn (Progressive Party). Hann er studdur af iðjuhöldum og bankastjórum og fær stór fjárframlög frá Oppenheimer, forseta „De Beers Consolidated Mines — Anglo-Ameri- can Corporation of South Africa", sem hef- ur yfir að ráða 90% af allri demantafram- leiðslu heimsins utan sósíalísku landanna. Um þennan flokk sagði Oppenheimer: „Við erum flokkur framtíðarinnar“. Framsóknarmenn leituðust allt frá upp- hafi við að ná heppilegu sambandi við Lut- huli. Þeir unnu velvilja hans með þessari skoðun sinni: „Suður-Afríka er ríki margra kynþátta. Sérhver siðmenntaður maður á kröfu til kosningarréttar, og sérhver kyn- þáttur kröfu til þátttöku í ríkisstjórninni." Luthuli sagði: „Við viljum koma í veg fyrir byltinguna, sem liggur eins og skuggi yfir framtíð okkar, með því að gera hana óþarfa og framkvæma verkefni hennar þeg- ar í dag."1 Meðal hvítu pílagrímanna til Groutville var Johann nokkur Burger, forstjóri, frá Iðnráði Suður-Afríku (hann hefur oft kraf- izt samninga milli ríkisstjómarinnar og Luthulis), svo og sendiherra USA í Suður- Afríku, Philip Crowe, en eftir honum er haft: „Luthuli er okkar maður í Suður- Afríku." Luthuli stjómar sem sagt ANC eftir þess- um gmndvallarreglum: 1. Engin valdbeiting, 2. Barátta fyrir „sönnu“ lýðræði, 3. Barátta gegn hverskonar frelsisskerð- ingu hinna hömndsdökku. Luthuli trúir á manninn eins og hann trúir á guð. Að hans áliti eru hin algildu hugtök frelsi, jafnrétti, bræðralag, gædd raunverulegu inntaki, sem mögulegt væri að koma í framkvæmd. Sú staðreynd, að hann trúir á borgaraleg kjörorð tveggja liðinna alda, ber vott um trúarstyrk mannsins, en gerir hann um leið að leiksoppi borgara- legra raunsæinga nútímans. 1 Spiegel, 20. 4. 1960. TÍMARIT MÁLS OC MENNINGAR 257 17

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.