Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Blaðsíða 82

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Blaðsíða 82
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR virkni og ágætum smekk höfundarins vitni, yfirleitt. Ef ég ætti að benda á smásagna- safn íslenzks höfundar af yngri kynslóð- inni, sem heppilegt væri að flytja yfir á er- lend mál, myndi ég nefna þessa bók. Elías Mar. Ingimar Erlendur Sigurðsson: Hveitibrauðsdagar Smásögur. Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar, Reykjavík 1961. ecar Ingimar Erlendur birti fyrst smá- sögu, í Lífi og list 1950, mátti ætla að þar væri á ferð höfundur sem einhvers væri af að vænta. Það var mjög óvenjuleg saga, á margan hátt, miðað við það að höfundur- inn var vart af barnsaldri. Síðan hefur Ingimar birt sögur stöku sinnum, og þeir lesendur eru til sem finnst hann hafi aldrei skrifað betri sögu en þá fyrstu, jafnvel enga ámóta. Ekki tek ég undir þá afstöðu. Mér finnst Ingimar hafa margt lært, viðhorf hans, verkefnaval og tækni hafa þroskazt, og fyrirheitin sem hann gaf með fyrstu sögunni rætzt all- sæmilega. Ég held hann sé örugglega í hópi þeirra ungra smásagnaskálda, sem eigi eftir að þróa þessa grein bókmennta okkar, prófa þanþol hennar, beita þeirri dirfsku sem þarf til að skapa blómberanlega list. Sálfræðingar myndu sjálfsagt þótzt geta fundið viss „mótív“ sem sífelldlega leiti á höfundinn í sögum hans. Venjulegur les- andi getur einnig leikið sér að því að finna slíkt. Ég segi fyrir mig: ég féll í þá freistni. Hver niðurstaðan varð í einstökum atriðum á ekkert erindi í þetta greinarkom. Nema hvað, hún varð ekki neikvæð fyrir sögurn- ar sem listaverk; öðru nær. Það sem mér finnst helztur Ijóður á frá- sögn I. E. S. er það, að henni hættir stund- um til að verða losaraleg, höfundurinn stiklar á stóru, „sleppir úr“ ef svo má segja. Þetta er þó hvergi nærri einkennandi, en kemur of oft fyrir. T. d. verður sagan Hveitibrauðsdagar að teljast misheppnuð fyrir þessa sök; það vantar í hana einhverja fyllingu, sem vel má vanta í ljóð en ekki það sem á að teljast til sögu. Sama er að segja um þáttinn Böggla-Stína; þar vantar flest sem við á að éta. Sögur eins og Ósýnilegt handtak, Rottu- veiðar og Snjór — ég fyrir mitt leyti held, að þær sýni höf. eins og hann er beztur. Sú síðastnefnda er að mínu viti stórvel gerð saga, þar sem siglt er framhjá augljósum hættum: væmni, klúrheitum, tepruskap. Höfundur sem getur leyst af hendi slíkt verkefni á jafn ágætan hátt, er líklegur til einhvers góðs. Yfirleitt er einlægni og heið- arleiki rauði þráðurinn í smásögum Ingi- mars, löngun til að finna sannleika, segja sannleika, án miskunnar. Þó er samúðinni enganveginn gleymt, kannski sízt þar sem í fljótu bragði virðist slegið á hrjúfa strengi, og er Draumurinn nokkuð gott dæmi um það. Elias Mar. 272
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.