Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Blaðsíða 55

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Blaðsíða 55
VÖLUNDARH Ú SIÐ Þá gerist svolítill atburður, áreiðanlega alvanalegur á þessum stað. Einum herranna sem er glaður og ör af drykknum finnst, að það nái ekki nokkurri átt að mannleg vera og þar á ofan kvenmaður skuli sitja þarna ein og yfirgef- in, án þess að taka minnsta þátt í gleðinni. Semsé gengur hann fram til þeirrar sem sefur og kyssir hana. En hvort heldur að hún misskilur góða meiningu hans eða vill hreint ekkert með þessa góðu meiningu hafa — þá nóg um það: hún ver sig, og þarna kemur til smá stympinga sem ekki hafa verri afleiðingar en þær, að hann rífur af henni fátæklega klútinn sem hún hefur vafið um háls- inn. En afleiðingarnar verða aftur tilfinnanlegri og óþægilegri fyrir herrann: bylmingshögg með útbrunnu, sótugu blysi. Og þó að það sé lítil greifynjuhönd sem greiðir honum þetta högg, fær hann áhuga á að hefna sín. Eitt andartak er útlitið svo ískyggilegt, að ungi maðurinn fyrir utan gluggann hraðar sér að dyrum kaffihússins. En hann þarf ekki nema líta inn um rúðuna í hurðinni til að sjá að öllu hefur verið borgið. Frú Grossman og vinir hennar hafa róað og huggað herrann sem svo freklega var misboðið. Hvað Greifynjunni viðvíkur þá hálfsitur hún á borðinu fyrir framan stúlk- una. Hún hefur líkasttil spurt hana nokkurra spurninga, því sú síðar nefnda talar eitthvað, syfjulega, dræmt. Og það sem hún segir getur naumast vakið nokkurn áhuga hjá rókókóbrúðunni. Helzt er að sjá, að hún líti á þessa mann- veru fyrir framan sig á sama hátt og barn lítur á eitthvert skrítið og allt annað en fallegt leikfang. Og hikandi og næstum með klígju lyftir hún hendinni, strýkur aftur hárlokk sem fallið hefur fram á ennið, stanzar þessa hreyfingu augnablik og klappar svo kynsystur sinni varlega á kinnina. Svo rennir hún sér niður af borðinu, stendur nokkur augnablik hugsi, gríp- ur blys sitt eins og marskálkur grípur stafinn sinn, gefur fyrirskipanir. Drottn- ing kvöldsins hlýtur nú einu sinni að hafa rétt til að skipa fyrir! Herrarnir raða sér upp og stinga höndunum í takt í brjóstvasann. Þessi litli hlutur sem öll hringekja grímuballsins hefur snúizt um er nú aftur dreginn fram. Og með gírugum fingrum tínir litla greifynjan seðil eftir seðil úr peningaveskj- um herranna. Betlari er hún þó — yzt sem innst ósvikinn betlari. Það leynir sér ekki á handlaginu. Hún leggur seðlabúntið á borðið fyrir framan stúlkuna sem hrifsar það til sín og stingur því á sig. Unga manninum sem staðið hefur með höndina á hurðarhúninum liggur allt í einu mikið á að komast í burtu. Rókókógreifynjan gengur rakleitt til dyr- anna, opnar þær. Hún skipar stúlkunni að yfirgefa grenið með fína nafninu. 245
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.