Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Blaðsíða 26

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Blaðsíða 26
ÞÓRIR RAGNARSSON Þokan Hún settist ekki hjá honum á dívaninn eins og hann hafði búizt við, heldur á stólinn við dyrnar. Kannski hafði hana grunað að hann vildi, vera einn. Hversu oft hafði hann ekki sagt henni að hann vildi vera einn. Oftar en einu sinni hafði hann jafnvel sagt henni að koma ekki aftur. Hann hafði sært hana viljandi með takmarkalausri grimmd. Hann gat alltaf séð þegar orð hans hæfðu í mark. Hann sá það í augum hennar, í öllum svip hennar, það fór eitthvað að titra innra með henni, eitthvað viðkvæmt og brothætt. Það var á slíkum stundum að djöfulskapurinn greip hann, hann varð fagnandi, sigur- viss og öruggur, þá ætlaði hann að særa tár úr augum hennar, og hann ætlaði ekki að sýna henni meðaumkun, einungis móta hana með hendi sinni, sveigja hana til undirgefni, en hún hafði aldrei tárazt, ekki sýnt nein merki þess. Þrátt fyrir allt var hún ósigrandi. Hann sá það alltaf betur og betur. í huganum hafði hann líkt henni við vindinn, eða þokureykinn sem lagðist eins og fín- gerð, táin ull í lautirnar inn með firðinum. Einhvern veginn þannig var hún. Hún sigraði með mýktinni, hún var í rauninni ósnertanleg. Hún var ekki einu sinni að hafa fyrir því að fara úr kápunni. Hún hafði grun um hamskipti. Hún var í rauðri kápu sem raunar var of lítil henni og með bleikan klút um hálsinn. Hún hafði sagt halló þegar hún kom inn fyrir og stungið vettlingunum í vasann. Þau höfðu ekki sézt í tvo daga. Hann hafði ekkert sagt, aðeins horft á hana með myrkva og leiða í svipnum. Hún var átján ára, en virtist miklu eldri, munnsvipur hennar var dálítið dapurlegur, en hún átti líka sín hvarflandi bros. Augun voru grá og lygn. Hún studdi hendi undir kinn og horfði á hann þar sem hann sat slyttislega með hnakkann við vegginn. Hún brosti. Hann vissi varla hvort það var samúðarbros. „Eigum við ekki að tala saman?“ spurði hún. Hún stóð upp og gekk út að glugganum, drap hendinni á gluggakistuna og horfði út. Það var byrjað að rökkva í her- 216
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.