Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Blaðsíða 7

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Blaðsíða 7
RITSTJ ÓRNARGREINAR konungar að listamenn hætti að líta á sig sem starfsmenn þjóðarinnar og sætti sig við að vera ölmusumenn kóngsips. Eins og konungunum er þeim ljúft að geta refsað listamönn- um þegar þeim býður við að horfa og auðmýkt þá hitt veifið með gjöfum, en hið ókonung- lega eðli þeirra birtist í því að þeir klípa utan af ölmusunni á hverju ári. Með þessu tvennu: ofríki og lúsarhætti, hyggjast þeir ná því markmiði sínu þegar fram líða stundir að gera mestan hluta íslenzkra listamanna og rithöfunda (einkum og sér í lagi rithöfunda, því á þá leggja þeir mest hatur) að kúguðum undiröreigum, að lumpenproletaríati. Hug- sjón þeirra er hin sama og Peders Pavelsens Three Horses: valdið á sem ódýrastan hátt. Olmusa handa undiröreiga er með ódýrustu og áhrifamestu valdameðölum og samræmist fullkomlega örlæti í garð skjólstæðinga og hræðslupeningum handa þeim sem ekki þýðir lengur að reyna að kúga. Það sem er skrítnast í þessu sambandi er sú staðreynd að skáldalaun og listamanna eru í rauninni leifar af þjóðlegri demókratískri og andkapítalískri hefð, sem þrátt fyrir mörg víxlspor hefur verið eitt sterkasta einkennið á íslenzku þjóðfélagi síðan á 19. öld fram á síðustu tíma. Þeir sem nú fara með völd hér á landi líta á það sem sögulegt hlut- verk sitt að splundra þessari hefð. En þeir ganga ekki beint framan að stofnunum henn- ar, heldur eyðileggja þeir þær með hægðinni og með því að gera þær óstarfhæfar smátt og smátt, en nota þær í bili til að treysta sína eigin aðstöðu. Með öðrum orðum: þeir 6núa faðirvorinu upp á fjandann. Þeir grafa smámsaman grunninn undan þessum stofnunum, og í fyllingu tímans munu þær hrynja af sjálfum sér. Hér er það að hinn hluti afturhaldsins sér hylla undir uppfyllingu óska sinna. Það er hin nýrri gerð íslenzks afturhalds. Það er miklu samkvæmara sjálfu sér en eldri tegundin, og gerir sér miklu betur grein fyrir afleiðingum gerða sinna. Það stefnir að því á öllum sviðum, og án þeirrar hálfvelgju sem háir „eldri bróður" þess, að koma á „nýrri skipun“ á íslandi, og það hefur raunar megnustu fyrirlitningu á smáskitlegri ölmusu- og hreppa- pólitík hins eldra afturhalds, þó það eigi ekki annars úrkosti en hafa samleið með því um sinn. Þetta ríki „nýrrar skipunar" er menningarfjandi samkvæmt stefnu sinni og eðli. Boð- orð þess er að öll fyrirtæki eigi að „bera sig í frjálsri samkeppni" og mælikvarði þess á gagnsemi fyrirtækja er aðeins einn: hvort þau bera sig vel eða illa. Afleiðing þeirrar stefnu er til dæmis að þau fyrirtæki sem bera sig miður vel verða drepin í þágu þeirra sem bera sig betur. Þau sem skila 5% arði verður til að mynda að leggja niður ef önnur skila 10% arði. Fyrirtækið menning álítur þetta ríki að verði að bera sig og hlíta lögmál- inu um framboð og eftirspum. Afleiðingar þeirrar stefnu eru strax farnar að koma í ljós hér og hvar, því á sumum sviðum er hin „nýja skipun" þegar komin á, enda þótt næstu ár muni sjálfsagt líða án þess að hún verði allsráðandi. Dæmi: Þjóðleikhúsið verður að bera sig; afleiðing: kabarettsýningar (auglýstar sem stórfenglegur menningarsigur!). Há- skólinn verður að bera sig; afleiðing: Háskóli íslands eflir sorpkvikmyndahúsrekstur sinn. Og rithöfundar og listamenn eiga einnig að bera sig, annars eru þeir réttlausir. Nú mundi að vísu enginn mæla því í mót að æskilegast væri að rithöfundum og lista- mönnum væri fært að lifa beinlínis á sölu vinnu sinnar. En sú hefur orðið raunin, jafnvel með stærri þjóðum en íslendingum, að ef ágóðaboðorðið á eitt að ráða í þessum efnum, þá er það ómenningin sem ber sigur úr býtum. Ekkert fyrirtæki ber jafn seint ágóða og listamaður; því miður verður það oft ekki fyrr en hanu er dauður. Hér við bætist að 197
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.