Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Blaðsíða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Blaðsíða 56
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Og sem nú stúlkukindin er eins og drukknuff í einhverri sljórri furðu og sem hún stendur á fætur og stígur nokkur óviss spor í áttina til hinna gjafmildu herra, verður litla greifynjan allt í einu óð af reiði. Hún stappar í gólfið, hún stanzar með útréttar hendur milli stúlkunnar og herranna, hún bendir á dyrn- ar. Á endanum er henni hlýtt. Dyrnar lokast milli betlistúlkunnar og brúðunn- ar. Við borðið hjá frú Grossman hafa menn aftur tekið kæti sína. Það sem fyrir kom er gleymt. En greifynjan hinkrar við hitt borðið. Þar liggur einhver dula, klúturinn sem stúlkan hafði vafið um hálsinn. Greifynjan tekur hann gætilega með blá gómunum, heldur honum á lofti, starir á hann með svip sem kannski lýsir andstyggð, kannski ótta. Það er óhrein dula úr fatabúri neyðar- innar sem hún heldur þannig með varúð milli blá gómanna. Svo vöðlar hún honum hægt saman í hendinni, býr til úr honum bolta, legg- ur undir vanga sinn, strýkur með honum vanga sinn, lokar augunum. Og allt í einu fer hún að gráta, lætur fallast yfir borðið, hrynur saman eins og illa farin brúða, rókókógreifynjan. Leikbrúða sem hefur bilað. Hin lífsreynda frú Grossman sem hefur heyrt svo margar stúlkur gráta og séð svo margar leikbrúður bila flýtir sér henni til hjálpar, leggur hendur móðurlega á axlir henni. Það þarf ekki meira til að leikbrúðan hjarni aftur við. Hún víkur snöggt en ekki með þjósti undan móðurhöndum frú Grossman. Hún leikur aftur sitt hlut- verk og með ágætum. Hún hneigir sig eins teprulega og aðeins rókókógreif- ynja getur hneigt sig fyrir frú Grossman. Hún hneigir sig fyrir herrunum. Hún kyssir á fingur. Einnig í stiganum sem liggur upp í svefnherbergið snýr hún sér við, brosir og hneigir sig. í götunni útifyrir, undir einni af hinum daufu luktum völundarhússins, stendur Axel. Hann stendur og horfir á eftir stúlkumynd sem hægt og hægt hverfur út í myrkur götunnar. Og vitaskuld heldur hann á peningaveskinu sínu í hendinni — gæti hann séð betlistúlku, svo líka annarri betlistúlku, án þess að —? Og gæti hann gert nokkuð annað? Heilabrot hans fá snöggan enda. Hann heyrir skot. Og glaumurinn í kringum frú Grossman fær snöggan enda. Maríumyndin sjálf er býzanskari og stjarfari en nokkru sinni fyrr, en gleymir að brosa. Og Axel gleymir að brjóta heilann. Hræðslan sópar burt ólmum hugsunum hans og veikum grunsemdum. Andlitið storknar og verður gríma úr bronsi og skelfingu. 246
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.