Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Blaðsíða 20

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Blaðsíða 20
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Kynhvötin er þyrnir í augum sið- væddra og eitt af „vondu“ öflunum í tilverunni, leiðir til siðferðilegrar upplausnar og býr þannig í haginn fyrir kommúnisma að áliti Peter Ho- wards. í bók sinni „Remaking Men“ skrifar hann ýtarlegar leiðbeiningar um sérkenni þeirra sem eru á „valdi kynhvatarinnar“. Þar lýsir hann hvemig megi þekkja úr þá sem láta stjórnast af téðri hvöt og dæma þá. Af „klæðaburði manns, litavali, skóm, hárgreiðslu, talsmáta, hegðun, umgengni við karla og konur má greinilega lesa allt um siðferðileg vandamál hans.“ „Kynhvatt (sexu- ally-driven) fólk leiðist næstum und- antekningarlaust út í tóbaksnautn, áfengisdrykkju og eiturlyfjanotkun,“ segir Peter Howard ennfremur. „Venjulega er þetta fólk kærulaust um samfélagið ... Þetta fólk, sem sjálft hefur gefizt upp, fellst á mála- miðlun sem sjálfsagða lausn í stjórn- málum og viðskiptum.“ Ekki verður annað sagt en leiðtog- inn sjálfur, Frank Buchman, hafi hreinan skjöld í öllum þessum efnum. Hann var á ferðalagi í járnbrautar- lest þegar Guð bauð honum að segja upp stöðu sinni, sem hann hafði við skóla einn. Síðan hefur hann „helgað líf sitt endursköpun heimsins og hef- ur aldrei þegið eyri í kaup. Sama máli gegnir um alla MRA-menn. Þeir lifa í þeirri trú að Guð sjái fyrir þeim sem fylgja honum.“ Og vissulega hefur Guð reynzt hin duglegasta fyrirvinna. Á Mackinac- eyju í Michigan-vatni þar sem eru höfuðbækistöðvar MRA hafa síðasta áratuginn risið íburðarmiklar hallir, gistihús, matsalir, leikhús, samkomu- hús og skrifstofubyggingar. Þjóðar- tekjur íslendinga mundu hrökkva skammt til að koma upp slíkum stór- hýsum. Frank Buchman hefur lifað miklu hreinlífi og aldrei verið við kvenmann kenndur. Hann hóf feril sinn sem um- sjónarmaður ungra drengja í verka- mannahverfi í iðnaðarborg einni. í grein sem birtist fyrir tveimur árum í brezka stórblaðinu „Observer“ er lýs- ing á þeim postulum hans sem hann metur mest og er Peter Howard einn í þeim hópi, þeir eru hávaxnir, spengi- legir, herðabreiðir, íþróttamannsleg- ir, og skortir kímnigáfu. í greininni var tekið fram að í þessu fælist ekki aðdróttun af neinu tæi. Af skrifum Frank Buchmans má sjá að hann hef- ur einnig dregizt að annarskonar manngerð: ruddafengnum, harðsvír- uðum, greindarlitlum svolum, sem eru „góðir innvið beinið“. Einn þeirra var Bill Pickle, leynivínsali sem kom mjög við sögu er Frank Buchman setti niður deilu við State College í Pennsylvania. Buchman lýs- ir honum þannig sjálfur: „Hann hafði allan yndisþokka hrífandi synd- ara, sem gæti orðið sannfærandi dýrl- ingur.“ Bill þessi Pickle varð fylgi- 210
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.