Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Blaðsíða 68

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Blaðsíða 68
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Þannig getur Luthuli orðiS búmerang fyrir hina afrísku frelsishreyfingu. Við skulum ekki gera frelsishreyfingu Suður-Afríku þann órétt, að álíta að samtök Luthulis séu eina mynd hennar. Og í sjálfu sér stefna borgaraleg vinmæli við hann að því að afvopna hin ákveðnari framfaraöfl innan frelsishreyfingarinnar. Frá ANC klofnaði róttækari armur PAC (Panafrican Congress, Al-afríski þjóðþings- flokkurinn), undir forystu 38 ára gamals blökkumanns, málfræðings og sagnfræð- ings: Robert Sobukwe, sem áhangendur hans kalla „mangalise", hinn undursam- lega. Sumarið 1960 voru fylgismenn PAC u. þ. b. 31 þúsund að tölu. Kröfugangan mikla í Sharpeville 31. marz 1960, annað svar við vegabréfslögunum, er skrifuð á reikning Sobukwes. Hann skor- aði á blökkumenn að flykkjast til lögreglu- stöðvar borgarinnar vegabréfslausir og bjóða handtökuógnuninni byrginn (fyrir að bera ekki vegabréfið). Með því ætlaði hann að fá eftirfarandi atriðum framgengt: 1. Lömun lögreglukerfisins, þar eð ekki er hægt að fangelsa tugþúsundir í einu, 2. Lömun iðnaðarins á staðnum, sem ekki getur starfað án hins svarta vinnuafls. Sem kunnugt er, var hinni friðsömu kröfugöngu 20 þúsund blökkumanna í Sharpeville dreift á hálftíma með vélbyss- um, skriðdrekum og þrýstiloftsflugvélum. Árangur: 71 dauðir, 150 særðir. Skoðun Luthulis er síður þekkt: „Vér munum sjá um, að sverð þeirra (hinnar hvítu ríkisstjórnar) ryðgi í slíðrunum. Vér munum ekki gefa þjóðernissinnum neitt tækifæri til að beita vopnum. En æsinga- maðurinn Sobukwe hefur lagt út á braut valdbeitingarinnar."1 1 Spiegel, 30. 3.1960. Og dómsmálaráðherra Búanna: „PAC vill hvorki frið né reglu. Þeir vilja landið okkar.“ Jarðeignaskiptingin: Ef meðaljarðeign hvíts manns er táknuð með vísitölunni 97, fær hver blökkumaður 2,5.2 Þrjár milljónir hvítra innflytjenda ákæra ellefu milljónir hörundsdökkra: Þeir vilja landið okkar! f apríl 1960 voru bæði ANC og PAC bannaðir. Bæði samtökin starfa leynilega áfram. Þess er skylt að geta um Sobukwe, að hann vill leysa kynþáttavandamál Suður- Afríku með því að vísa öllum hvítum úr landi; svart eSa hvítt. Einnig hann hefur látið leiðast til þess að ferðast aðeins á öðrum jámbrautarteininum: kynþátta- vandamál. — En lestin fer á tveim teinum: KYNÞÁTTAVANDAMÁL og STÉTTA- VANDAMÁL. Svo lengi, sem rán lands og náttúruauð- æfa, sem og notkun mannlegs vinnuafls á ódýrasta hátt, löggrundvallast á kynþátta- mismun, leggja eigendurnir í þjóðfélaginu (nú sem stendur hinir hvítu í nýlendunum) aðaláherzlu á kynþáttavandamálið. En þeg- ar baráttan um kynþáttajafnrétti eykst að víðáttu og tekur á sig róttæk, byltinga- kennd form, að sama skapi sem þjóðfélag hinna svörtu deilist sjálft í öreiga og eig- endur (eða betur setta fyrst framan af), þá eru hinir hvítu kapítalistar reiðubúnir að gefa eftir um kynþáttajafnréttið. — Gegn því verði, að eignaraðstæðumar haldist ó- breyttar! Bezta dæmið um þetta sem stendur er Kongó. Þar hefur „Union Miniére du Haut Katanga", ekki síður en „Tanganyika Con- cessions“, yfir að ráða hinum svörtu stólp- um þjóðfélagsins. Það er ekki nema rökrétt afleiðing iðn- 2 Olderogge: „Die Völker Afrikas" (Þjóð- ir Afríku), Berlin 1960, II. bindi, bls. 679. 258
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.